Fögnuður og skammir sjálfstæðismanna
Heldur þykir mér Sjálfstæðismenn á Reykjanesbæ hafa hlaupið á sig með furðulegri ályktun um Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra. Kjarni þeirrar ályktunar er sá að Valgerður hafi ekki fagnað samkomulagi milli Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls. Hún skaut ekki upp flugeldum. Ég hringdi strax í ráðherra og spurði hana hvað væri eiginlega á seyði. Hún sagðist sannarlega gleðjast með Suðurnesjamönnum ef af þessu yrði. Reynsla hennar væri samt sú að löng leið væri frá viljayfirlýsingu til framkvæmda. Því skyldu menn stíga hægt um gleðinnar dyr. Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi.
Höfum fagnað fyrr...
Og er þetta ekki kórrétt hjá ráðherra? Þekkjum við á Suðurnesjum ekki orðið svona dæmi? Varla erum við búin að gleyma Keilisnesi, magnesíumverksmiðjunni og að ekki sé minnst á Stálpípuverksmiðjuna. Það hefur því miður of oft gerst að við rjúkum upp í miklum fögnuði með háar væntingar um ný fyrirtæki. Vonbrigðin hafa því orðið þeim mun meiri þegar fengurinn hefur sloppið úr greipum okkar. Og iðnaðaráðherra var ekki að segja neitt annað. Efnum til fagnaðarhátíðar á réttum tíma. Höfum fenginn í hendi fyrst. Þess vegna er það furðulegt af sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ að ráðast með þessum hætti að ráðherranum. Vissulega er hún dugleg fyrir sitt kjördæmi og vinnur eftir stefnu ríkisstjórnar MEÐ STUÐNINGI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. Valgerður veit hins vegar að enn er langt í land. Hún eins og allir aðrir vonar að samningar og allt ferlið gangi upp en það er langt í land. Hún veit eins og við að álframleiðsla í Helguvík yrði gott svar við samdrætti hjá Varnarliðinu. Hún veit líka að fagna ber á réttum tíma og mun styðja okkur í að ná settum markmiðum. Sjálfstæðismenn kjósa hins vegar að ráðast á hana fyrir að fagna ekki þegar þeim hentar. Ætli við þekkjum ekki orðið fagnaðarlæti Sjálfstæðismanna yfir verkefnum sem kynnt eru með viðeigandi gauragangi en láta svo á sér standa. Ekkert bólar á magnesíum eða stálpípum. Fögnuðurinn hefur þó verið ærinn. Eigum við ekki frekar að bíða með fögnuðinn og vona að hann geti orðið af einhverju tilefni?
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Höfum fagnað fyrr...
Og er þetta ekki kórrétt hjá ráðherra? Þekkjum við á Suðurnesjum ekki orðið svona dæmi? Varla erum við búin að gleyma Keilisnesi, magnesíumverksmiðjunni og að ekki sé minnst á Stálpípuverksmiðjuna. Það hefur því miður of oft gerst að við rjúkum upp í miklum fögnuði með háar væntingar um ný fyrirtæki. Vonbrigðin hafa því orðið þeim mun meiri þegar fengurinn hefur sloppið úr greipum okkar. Og iðnaðaráðherra var ekki að segja neitt annað. Efnum til fagnaðarhátíðar á réttum tíma. Höfum fenginn í hendi fyrst. Þess vegna er það furðulegt af sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ að ráðast með þessum hætti að ráðherranum. Vissulega er hún dugleg fyrir sitt kjördæmi og vinnur eftir stefnu ríkisstjórnar MEÐ STUÐNINGI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. Valgerður veit hins vegar að enn er langt í land. Hún eins og allir aðrir vonar að samningar og allt ferlið gangi upp en það er langt í land. Hún veit eins og við að álframleiðsla í Helguvík yrði gott svar við samdrætti hjá Varnarliðinu. Hún veit líka að fagna ber á réttum tíma og mun styðja okkur í að ná settum markmiðum. Sjálfstæðismenn kjósa hins vegar að ráðast á hana fyrir að fagna ekki þegar þeim hentar. Ætli við þekkjum ekki orðið fagnaðarlæti Sjálfstæðismanna yfir verkefnum sem kynnt eru með viðeigandi gauragangi en láta svo á sér standa. Ekkert bólar á magnesíum eða stálpípum. Fögnuðurinn hefur þó verið ærinn. Eigum við ekki frekar að bíða með fögnuðinn og vona að hann geti orðið af einhverju tilefni?
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.