Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Flugstöðin: Fjárfest fyrir 8 milljarða síðustu þrjú ár
Fimmtudagur 12. apríl 2007 kl. 10:02

Flugstöðin: Fjárfest fyrir 8 milljarða síðustu þrjú ár

Laugardaginn 14. apríl mun Flugstöð Leifs Eiríkssonar taka formlega í notkun nýja mikið stækkaða flugstöð á Miðnesheiðinni.

Um 8 milljörðum króna á sl. þremur árum hefur verið varið til fjárfestinga á vegum Flugstöðvarinnar. Aldrei hefur reksturinn gengið betur og aldrei hafa jafnmörg einkafyrirtæki verið með rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Um 50-60 ný störf verða til í og við Flugstöðina á ári hverju og þjónustuframboð við flugfarþega hefur aldrei verið betra.

Öllum þessum framförum má þakka þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að breyta rekstrarformi flugstöðvarinnar í hlutafélag árið 2000. Tillögur um þessa breytingu voru settar fram á sínum tíma af þáverandi Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) og ber að þakka honum sérstaklega fyrir hans framtak.

Þessi einstaka ákvörðun hefur líklega skapað fleiri ný störf á Suðurnesjum en nokkur önnur hin síðari ár. Lítið hefur farið fyrir þessu í almennri umræðu, en þetta er engu að síður staðreynd sem við verðum að minnast nú þegar kosningar nálgast.

Ef „stopp-flokkarnir“ hefðu ráðið ferðinni hefði þetta aldrei orðið að veruleika og við sætum enn uppi með sömu gömlu flugstöðina mörg hundruð færri störf á Suðurnesjum. Ef einhver trúir þessu ekki væri hollt fyrir viðkomandi að kynna sér umræður sem áttu sér stað á Alþingi um þetta mál á sínum tíma.


Eysteinn Jónsson

Stjórnarmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024