Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Flokkur með  framtíðarsýn
Miðvikudagur 11. maí 2022 kl. 10:03

Flokkur með framtíðarsýn

Helstu baráttumál Miðflokksins eru sanngirnismál, eins og staðan er núna er erfitt fyrir útjaðar hverfin að komast bæði til og frá vegna samgönguleysis, einnig er mjög erfitt að fá starfsfólk til að manna leikskóla þar sem 1600–1800 leikskólakennara vantar á landinu öllu. Við erum með lausnir sem ýta undir að varanlegri lausn verði fundin á því. Við viljum að ungbarnastyrkir verði veittir fyrir foreldra frá 12 mánaða aldri þar til börnin fá inn á leikskóla. Þannig gefst foreldrum tækifæri til að vera með börnunum lengur eða finna dagforeldra til að vera með börnin, þessi aðgerð tryggir samfellu í ummönnun barnanna og fyrirsjáanleikinn verður betri fyrir foreldrana.

Hvatagreiðslur viljum við fjórfalda, markmiðið með því er að tryggja öllum börnum, óháð efnahag foreldra og forráðamanna, aðgang að viðurkenndu íþrótta-,tómstunda- og listgreinastarfi. Við viljum búa til hvata fyrir íþrótta,-tómstunda og listgreinastarf til að gera starf sitt hagkvæmara og meira aðlaðandi fyrir ungt fólk. Með þessu útspili teljum við að heildarframlög aukist á kjörtímabilinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúalýðræði, það þarf að gera umgjörð sem er ekki of heftandi fyrir íbúa, Miðflokkurinn mun fara eftir vilja kjósenda ef við fáum til þess brautargengi og þó að það sé ekki löglegt að vera með bindandi kosningu getum við skipt um skoðun ef íbúar fara fram á það og teljum við að hagur íbúa sé mikilvægari en stök málefni.

Mér hefur fundist á kjósendum að atvinnumálin séu mjög stór og er það ekki skrítið eftir allt sem þetta svæði hefur gengið í gegnum á seinustu áratugum. Við þurfum að horfa til framtíðar og koma með varanlegar lausnir. Við í Miðflokknum viljum gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum og gera Tax-Free þjónustu fyrir ferðamenn auðveldari svo þeir komi til með að auka sölu hjá fyrirtækjum í Reykjanesbæ.

Þarfagreining er orð þessara kosninga, til að fólk geri sér grein fyrir hvað það þýðir þá þýðir það kostnaður fyrir bæjarfélagið eykst við að búa til fleiri nefndir til að finna út hluti sem eru oft mjög óljósir. Framkvæmda er þörf og Miðflokkurinn gerir það sem hann segist ætla gera með eða án þarfagreiningar. Það þýðir ekki að við vöðum í hlutina og gerum þá hugsunarlaust við rannsökum á eigin vegum og finnum út bestu lausnirnar með þarfir íbúa Reykjanesbæjar í huga.

Munið að kjósa flokk með framtíðarsýn.

X-M

Bjarni Gunnólfsson,
oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.