Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fleiri framboðs-konur í heimsókn hjá VF
Miðvikudagur 18. október 2006 kl. 18:28

Fleiri framboðs-konur í heimsókn hjá VF

Guðrún Erlingsdóttir frá Vestmannaeyjum er ein fimm kvenna sem bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar og hefur verið á ferð og flugi um Reykjanesið í dag. „Þetta er víðfemt kjördæmi og það er nauðsynlegt að kynna sig“, sagði Guðrún í samtali við Víkurfréttir.
Guðrún sagist verða ein fimm kvenna á sérstökum kvenna-kynningarfundi á Víkinni í kvöld en hann hefst kl. 20.30.
En hvað kostar svo prófkjörsbaráttan?
„Hálf milljón er held ég lámark sem fólk sleppur með. Þingmennirnir og fjölmiðlastjörnur hafa auðvitað forskot í kynningu þannig að við verðum að berjast“.

Mynd: Guðrún Erlingsdóttir á svölunum hjá Víkurfréttum í fallegri síðdegisbirtu. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024