Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fjöreggið: Vekjum athygli á því sem vel er gert!
Laugardagur 12. apríl 2008 kl. 15:27

Fjöreggið: Vekjum athygli á því sem vel er gert!

Hver er að vinna sérstaklega gott starf í þágu barna og fjölskyldna í Reykjanesbæ í kringum þig? Nú gefst ykkur tækifæri til að vekja athygli á því sem vel er gert og tilnefna aðila til Fjöreggsins, viðurkenningar FFGÍR. Við hvetjum alla til að hafa augun opin því oft eru þeir sem láta ekki mikið fara fyrir sér, sem vinna ómetanlegt starf

Markmið FFGíR, foreldrafélaga og foreldraráða grunnskóla í Reykjanesbæ, er að efla samstarf foreldra, samstarf heimila og skóla og vera málsvari foreldra í Reykjanesbæ. Því viljum við ljúka starfsvetri okkar að vori með því að hampa því sem vel er gert á þeim vettvangi. Fjöreggið hlýtur t.d. einstaklingur, vinnustaður, samtök o.s.frv. sem eru að vinna gott og ósérhlífið starf í þágu barna og fjölskyldna í Reykjanesbæ. Við erum að tala um aðila sem starfa að eflingu tengsla heimila og skóla, að forvörnum fyrir börn og unglinga eða eflingu og stuðningi til foreldra og/eða foreldrastarfs. Sérstök athygli er veitt sjálfboðastarfi.

Er ekki einhver í kringum þig sem er að vinna að þessum málefnum, sem vert er að varpa ljósi á? Við hvetjum allan almenning til að líta í kringum sig eftir verðugum aðilum til tilnefningar. Hægt er að senda tilnefningar á heimasíðu FFGÍR www.ffgir.is/fjoreggid fyrir 25.apríl nk. Afhending Fjöreggsins fer svo fram á lokahófi og aðalfundi FFGÍR um mánaðarmótin maí/júní nk. og verður nánar auglýst síðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með bestu kveðju,
Ingibjörg Ólafsdóttir
Verkefnastjóri FFGÍR
[email protected]