Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Föstudagur 19. september 2003 kl. 10:51

Fjölskylduveislan Sól í Grindavík

Stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur (FGG) boðar til fjölskylduveislu um uppeldis og menntamál í Grindavík laugardaginn 27. september.Yfirskriftin á fjölskylduveislunni er “SÓL Í GRINDAVÍK”. Þeir sem koma til með að skemmta veislugestum eru m.a. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Guðbergur Bergsson rithöfundur, Bergur Ingólfsson leikari, Dagný Reynisdóttir og Hildur Hafstað kennarar og Jón Baldvin Hannesson skólastjóri og ráðgjafi.  Veislustjóri verður engin annar en Hjálmar Árnason alþingismaður. Ásamt þessum aðilum munu nemendur Grunnskóla Grindavíkur kynna verkefni sem þau hafa unnið í tilefni fjölskylduveislunnar. Einnig mun tónlistarfólk frá Tónlistarskóla Grindavíkur koma fram.

Þessi veisla fer fram á sal Grunnskóla Grindavíkur og byrjar klukkan 10:00 og er lokið klukkan 15:15. Þar sem þetta er fjölskylduveisla í Grindavík þá verður að hugsa um börnin líka og að þau hafi um nóg að velja. Samhliða dagskránni í grunnskólanum þá verður íþróttadagskrá í íþróttahúsinu Röstinni í Grindavík fyrir börnin.  Þar munu körfubolta- og fótboltadeildirnar sjá um að hafa ofan af fyrir krökkunum með alls konar leikjum og uppátækjum. Markmiðið með fjöskylduveislunni er að efla samstöðu heimila og skóla, vekja foreldra til umhugsunar um uppeldis og menntamál. Einnig gefst foreldrum tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri í hugmyndastofum en það er einmitt stór hluti af dagskránni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024