Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 19. apríl 2002 kl. 14:22

Fjölskylduflokkarnir?

Fyrir nokkru var lögð fram ársskýrsla Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar fyrir árið 2001. Er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um þróun þessa málaflokks á liðnu ári. Það má t.d lesa í þessari árskýrslu að þörfin fyrir ýmsa félagslega aðstoð hefur aukist verulega. Fyrir því liggja vafalaust margar ástæður en flestar þó vegna ástæðna sem við viljum vera laus við, svo sem vegna veikinda og atvinnuleysis.Maður hefði því haldið að fjölskylduflokkarnir í meirihluta bæjarstjórnar brygðust við og leggðu til málaflokksins þær upphæðir sem þarf.
Nei ó nei, það er nú ekki svo.

Ef við berum saman útgjöld vegna ársins 2001 við það sem áætlað er í málaflokkinn á árinu 2002 kemur eftirfarandi í ljós:

2001 2002
Heildarútgjöld: 182.549.000.- 160.708.-
Fölskyldu og félagsþjónusta 44.639.000- 39.810.000-
Fjárhagsaðstoð 24.130.000.- 20.000.000.-

Hver er ástæðan fyrir þessu. Er fólk kannski að flytja burtu? Er atvinnuleysi að minnka ? Eru færri veikir ? Á að segja upp fólki í félagsþjónustunni eða er áætlun fjölskylduflokkanna bara marklaust plagg samið í tilefni kosninga til að sýna sæmilega rekstrarniðurstöðu. Ég óttast að svo sé ekki.
Kosningaslagorð sjálfstæðismanna, nú í þessari kosningabaráttu er um að þeir færi orð í efndir. Ég vil hins vegar skora á Reykjanesbæjarbúa að koma í veg fyrir áætlanir þeirra ef þetta verða efndirnar.


Guðbrandur Einarsson
varabæjarfulltrúi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024