Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fjölbreytnin liggur í grasrótinni
Sunnudagur 29. apríl 2018 kl. 06:00

Fjölbreytnin liggur í grasrótinni

Framtíð Reykjanesbæjar byggist á jöfnum tækifærum, virðingu fyrir náttúrunni og gróskunni sem þrífst í fjölbreytninni en ekki í stórum heildarlausnum. Reykjanesbær þarf að styðja og styrkja grasrótina til að viðhalda heilbrigðri stjórnsýslu og hvetja íbúa unga sem aldna til þátttöku í mótun samfélagsins.

Grasrótar samtök spretta fram þegar íbúar taka til sín ýmis verkefni sem ætlað er að þjóna samfélaginu. Skoðum tvö nærtæk dæmi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verndun menningarminja. Grasrótarhópar eins og “Björgum Sundhöll Keflavíkur” á sér mikla hefð í sögu húsverndar á íslandi og hafa oft gegnt lykilhlutverki við björgun bygginga. Því miður hafa bæjaryfirvöld ekki haft frumkvæði að farsælli lausn  og hafa samtökin þess í stað fundið vini hjá Minjastofnun Íslands sér til halds og trausts. 

Náttúru-og umhverfisvernd. Grasrótarsamtök sem vinna að verndun náttúru hafa mikil áhrif en því miður oft í óþökk yfirvalda.
Samtökin “Andstæðingar stóriðju í Helguvík” er hópur sem berst fyrir grundvallarrétti bæjarbúa til að geta andað að sér hreinu lofti. Þau  krefjast þess að kísilverskmiðjum eins og United Silicon verði lokað. Skemmst er frá því að segja að baráttan hófst löngu áður en verksmiðjan var opnuð þar sem íbúar töldu sig sjá ýmsa vankanta í hönnun byggingarinnar og í umhverfismati.  Því miður létu bæjaryfirvöld þetta engu varða og héldu ótrauð áfram að styðja framkvæmdirnar sem hafa síðan kostað bæjarsjóð  hundruð miljóna.
Þegar yfirvaldið kýs að sniðganga raddir íbúa sem þeim er ætlað að þjóna sýnir það hroka sem skapar vantraust og sundrung í samfélaginu. 

Bæjaryfirvöld eiga að umvefja frumkvæði íbúa sem sýna umhverfinu sínu áhuga og vinna með grasrótinni til að finna farsælar lausnir. Einnig ætti bæjarsjóður að leggja til ákveðið fjármagn til úthlutunar sem menningarstyrkir til grasrótarhreyfinga sem um það sækja. Menning er skilgreind sem list og listsköpun en oft vill gleymast að menning felst í mannauði.

Dagný Alda Steinsdóttir, oddviti Vinstri grænna og óháðra í Reykjanesbæ.