Fitjar hreinsaðar 2007
Þessi ungmenni sem eru á leið til vinarbæjar Reykjanesbæjar í Finnlandi Kerava og munu keppa þar í frjálsum íþróttum tóku áskorun Bláa hersins og unnu við hreinsun og snyrtingu á Fitjum, við Stekkjarkot og Íslending. Alls hreinsuðust um 600 kíló af plastrusli og öðru drasli. Megnið af ruslinu var komið frá nærliggjandi byggingarsvæðum og er það hvimleitt að ekki skuli vera hægt að forðast svona slæleg vinnubrögð verktakanna um að ganga betur frá við sín svæði. Undirritaður þakkar hópnum kærlega fyrir samstarfið og óskar þeim góðs gengis.
Kær kveðja, Tómas J. Knútsson