Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fiðurfé
Laugardagur 21. júlí 2012 kl. 16:09

Fiðurfé

Máltækið segir: Svo lifir hænan á sköfum sínum, sem ljón á bráð sinni.

Á mínum uppvaxtarárum var allt með öðrum brag, þá Tumi fór á fætur við fyrsta hanagal. Hjá því var ekki komist að heyra hanagalið sem mér þykir vinalegt í minningunni. Það þótti búbót að halda nokkrar hænur, þumalputtaregla var tíu hænur og einn hani. Það sem til þurfti var hænsnakofi og stía. Matarafgangur og arfi, sem hænur eru sólgnar í var þeim til fæðu. Ekki voru egg seld í verslunum, en í einstaka heimahúsi. Ýmislegt varð til þess að fjaraði undan þessum sjálfsþurftarbúskap, má þar nefna að verslanir fóru að selja egg, vera hersins gaf af sér pening til innkaupa og þá gerði minkurinn sitt við hingað komu sína. Er nú komið að tilefni þessa skrifa. Nokkuð er um að hænur eru hafðar til sýnis. Á sýningarsvæðinu á að vera drykkjarvatn, eðli hænsna er að róta í jarðvegsholum sér til þrifa og að fjarlægja óværu. Maðurinn getur komið til hjálpar og gert þeim holu og ekki skemmir mulinn skeljasandur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

S.B.