FFGÍR og Lundur boða til fundar
Lundur forvarnarfélag gaf út bækling nýverið er ber heitið VEISTU HVAÐ BARNIÐ ÞITT ER AÐ GERA. Bæklingurinn var borin út í öll hús á Suðurnesjum í mars sl.
Í tilefni af útkomu bæklingsins ætla FFGÍR og Lundur að taka saman höndum og bjóða foreldrum nemenda í 8. -10. bekk í grunnskóla og forelda nema í FS að hittast í fyrirlestarsal Fjölbrautaskóla Suðurnesja miðvikudaginn 11. maí kl. 20 . Tilgangurinn er að ræða saman og fræðast um það sem stendur í bæklingnum.
Erlingur Jónsson segir á heimasíðu Lundar að hver dagur og hver vika geti skipt sköpum í þessum málum og hvort sátt og samstaða verði innan fjölskyldunnar. Að bíða og sjá til getur valdið kvíða, svefntruflunum og skapað slæmt andrúmsloft innan fjölskyldunnar þannig að samskiptin verða óeðlileg sem þá oft leiða til annarra vandamála. Erlingur Jónsson hefur mikla reynslu af forvarnarstarfi og ætlar í samstarfi við FFGÍR að spjalla við foreldra um bæklinginn og starfið hjá Lundi.
Á sama tíma er knattspyrnuleikur á milli Keflavík og FH í Pepsí-deildinni. Við biðjum því foreldra að leggja bílum og ganga inn að ofanverðu við FS.
Foreldar - börnin eru það mikilvægast sem við eigum, stöndum saman og hittumst á fundi til að ræða og fræðast um þessi mál.
Erlingur Jónsson, Suðurnesjamaður ársins 2007 og forsvarsmaður Lundar.
Ingigerður Sæmundsdóttir, verkefnastjóri FFGÍR