Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

FFGÍR biðlar til foreldra
Föstudagur 3. september 2010 kl. 10:13

FFGÍR biðlar til foreldra


Á Ljósanótt hafa Fjölskyldu-og félagsþjónustan, Útideildin, Lögreglan í Keflavík ásamt FFGÍR staðið fyrir unglingaathvarfi föstudags-og laugardagskvöld.

Undanfarin ár hafa fulltrúar foreldra grunnskólabarna aðstoðað í Athvarfinu með góðum árangri og því er leitað eftir áframhaldandi samstarfi við foreldra.

Verkefni foreldra er að taka á móti börnum og unglingum og sjá um skráningu nauðsynlegra upplýsinga. Í kjölfar skráningar hafa starfsmenn barnaverndar samband við aðstandendur. Vaktirnar eru frá 22:00 – 01:00 og frá 01:00 - 04:00, föstudags- og laugardagskvöld.

Þeir sem vilja leggja okkur lið hafi samband við Ingigerði, verkefnastjóra FFGÍR í síma 868-4495 eða með tölvupósti á [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024