Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Festi tekið í notkun aftur
Miðvikudagur 25. júlí 2012 kl. 14:43

Festi tekið í notkun aftur

Þetta hefði geta verið fyrirsögn af frétt ef bæjarfulltrúar Grindavíkur hefðu staðið við kosningaloforð sín. Ný bjæarstjórn Grindavíkur byrjaði á því að samþykkja þriggja ára fjárhagsáætlun við upphaf kjörtímabilsins þar sem var gert ráð fyrir uppbyggingu á Festi.

Framsóknarmenn hafa brotið málefnasamning þann sem gerður var við upphaf meirihlutasamstarfsins þar sem segir að að: „-Byggja eigi upp Festi. Salurinn verður gerður upp með möguleika á að skipta honum niður og fundið út hvaða stofnanir og þjónusta eigi best heima þar t.d. stjórnsýslan, Þruman eða bókasafn." Þessi hluti málefnasamningsins kemur beint upp úr stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar eins og sjá má í þessu myndbandi http://www.youtube.com/watch?v=UegHGNhiyic&feature=share og má því segja að stærsti flokkurinn í bæjarstjórn sé að fara á bak við kjósendur sína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjálfstæðismenn telja núverandi áform um Festi ekki uppfylla óskir bæjarbúa sem komu skýrt fram fyrir síðustu kosningar og í loforðum allra flokka sem þá voru í framboði.

Framsóknarmenn hafa hins vegar ákveðið að „eina ástæðan fyrir því að fólk vill gera upp Festi er sú að fólk leitar eftir veislusal, slíkur salur mun kosta bæjarfélagið tugi milljóna á ári í rekstrarkostnað án þess að skila inn tekjum og vera lítið notaður. Líkt og erindi er koma fram síðar á þessum fundi þá óska flest félagasamtök eftir því að fá að nota húsnæði bæjarins án endurgreiðslu. Er því mun betra að hanna íþróttahúsið svo hægt sé að nota salinn sem veislusal þegar þarf á að halda í staðinn fyrir að hafa veislusal tóman 350 daga á ári. Það er auðvelt að samþykkja að gera upp Festi og hugsa ekki um rekstrarkostnað. En það krefst hugrekkis að gera sér grein fyrir því að fjármunum bæjarins er betur varið í þjónustu við bæjarbúa og leggja ekki þann bagga á komandi bæjarstjórnir að reka félagsheimili sem stendur aldrei undir sér. Fulltrúar B-, G-, og S-lista.“
 

Í hvað mun salurinn í íþróttahúsinu nýtast annað en í veislur? Hefur það komið einhversstaðar fram? Er þá skárra að láta þann sal standa auðan 350 daga á ári  eins og sagt er að Festissalurinn muni gera? Einnig er það langt frá raunveruleikanum að halda því fram að rekstrarkostnaður Ráðhúss með menningarsal aukist um tugi milljóna við það eitt að verða flutt á milli húsa.

Við Sjálfstæðismenn höfum staðið við meirihlutasáttmálann og verið fylgjandi því að undirbúningur að uppbyggingu íþróttasvæðisins sé unninn. Við höfum hins vegar ekki viljað fara strax í uppbyggingu á íþróttasvæðinu þar sem það mun kosta um 1 miljarð og auka rekstrargjöld Grindavíkurbæjar um 44 miljónir á ári. Það viljum við ekki gera á meðan allir tekjustofnar eru í botni, við höfum ekki efni á að fullnýta núverandi íþróttahús og erum að segja upp starfsfólki bæjarins.

Boðað hefur verið til auka bæjarstjórnarfundar í  bæjarstórn Grindavíkur í dag til að afgreiða söluna á Festi. Þar kemur í ljós hvort bæjarfulltrúar Grindavíkur ætla að standa við kosningaloforðin eða ekki?
Stöndum við kosningaloforðin og opnum Festi aftur bæjarbúum til sóma.

Vilhjálmur Árnason, formaður skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkur.