Ferskvatnsmál o.fl. í Höfnum
Í Víkurfréttum er nafnlaus grein eftir “kallinn” þar sem hann fer mikinn varðandi ferskvatnsmál í Höfnum og í sama blaði er einnig grein eftir Leó M. Jónsson þar sem hann ræðir um “lífið eftir sameiningu” og koma ferskvatnsmál þar einnig við sögu. Missagnir “kallsins” eru það miklar að ekki verður hjá komist að leiðrétta það helsta og koma síðan að smá skýringum varðandi grein Leós. Fyrst þá að pistli “kallsins”.
„Eru Hafnamenn að drekka sjó?“
Því verður síður en svo mótmælt að vatn í Höfnum hefur um langt skeið verið yfir mörkum um neysluvatn hvað varðar seltu og var þannig t.d. í maí 1997 skv. sýnatöku 308 mg/l. Seltumagn í sjó er almennt skilgreint sem 0,35‰ eða um 19.350 mg/l en viðmiðunarmörk fyrir drykkjarvatn samkvæmt reglugerðum eru hinsvegar 250 mg/l eða 1/77 af seltu sjávar. Seltumagn í Höfnum fór samkvæmt fyrirliggjandi mælingum hæst í nóvember 2002 í 358 mg/l (1/54 af seltu sjávar) en var þann 12. sept. s.l. 259 mg/l eða um 1/75 af seltu sjávar og þá 3,6% yfir mörkum. Að sjálfsögðu er það óviðunandi seltumagn en réttlætir hinsvegar vart slíkar ”æsifrétta” fyrirsagnir. Vonast er til að með frekari lekaleit o.fl. aðgerðum náist það enn umtalsvert niður.
„Stjórnendur HS hafa lengi vitað af slæmu og versnandi neysluvatni í Höfnum...”
HS keypti Vatnsveitu Reykjanesbæjar þann 1. september 2003 eða fyrir um 2 árum. Hluti af samningum um kaupin var úttekt á ástandi veitunnar og nauðsynlegum framkvæmdum og lagfæringum á næstu árum og kom þar ekkert fram um neysluvatn í Höfnum. Ástæðan er væntanlega sú, að vitað var löngu fyrir sameingu Hafna og stofnun Reykjanesbæjar var vatnið sem Vatnsveita Hafna bauð uppá í saltara lagi. Með starfsemi Bioprocess í Höfnum og þá um leið mikilli aukningu á vatnsnotkun, þá jókst seltumagnið hinsvegar til muna. Rekstur Bioprocess lagðist hinsvegar af og þegar þessi mál komu fyrst upp hjá HS fyrir rúmlega ári þá töldu sérfræðingar að vatnsbólin myndu jafna sig vegna minni upptektar og því rétt að fylgjast náið með vatnstökusvæðinu og sjá hverju fram yndi. Það virðist nú orðið ljóst að gera þarf einhverjar breytingar til að ástandið verði viðunandi og að því er unnið.
„...hafa beðið um frest til ársins 2007 til að hefja framkvæmdir.“
HS hefur óskað eftir undanþágu til að reka núverandi vatnsból til ársloka 2007 sem þýðir að ekki síðar en þá verði lagfæringum vonandi lokið. Vinna sérfræðinga er þegar hafin til að finna heppilegustu lausnina á vandamálinu en hún liggur ekki endilega á borðinu án umfangsmikilla rannsókna. Verði niðurstaðan sú að núverandi vatnsból séu ónothæf þarf að kanna, hugsanlega með tilraunaborunum, hvar unnt væri að fá vatn í nágrenni við Hafnir af ásættanlegum gæðum. Finnist vatnsból þarf að afla allra nauðsynlegra leyfa til nýtingar og framkvæmda og HS þekkir vel af eigin raun að sú ”hvörn” malar hægar en hægt. Hugmynd HS var sú að eigi síðar en á árinu 2006 mætti takast að finna vatn, afla leyfa og síðan hanna og bjóða út framkvæmdir. Þannig mætti ekki síðar en á árinu 2007 ljúka nauðsynlegum framkvæmdum. Komi hinsvegar í ljós að hægt sé að leysa þessi mál með einfaldari hætti verður úrbótum lokið fyrr. Finnist hinsvegar ekki vatn af viðunandi gæðum í nágrenni Hafna þarf að skoða málið upp á nýtt því t.d. kostnaður við vatnslögn frá meginkerfi Reykjanesbæjar myndi nema mörgum tugum eða hundruðum milljóna króna.
Síðan þá hefur viðhaldi verið lítið sinnt og rannsóknir á vegum sveitarfélagsins á gæðum vatnsins hafa ekki farið fram þrátt fyrir kvartanir.
Ofannefndum fullyrðingum er harðlega mótmælt sem hreinum og rakalausum ósannindum. Vihaldi hefur verið sinnt af kostgæfni eins og m.a. má sjá á dæluhúsunum sem hafa verið endurbyggð og klædd að utan auk þess sem skipt hefur verið um 2 dælur. Sýni hafa síðan verið tekin reglulega í samræmi við allar reglur þar um.
„...áttum þessa vatnsveitu skuldlausa...”
Mér er ekki kunnugt um fjárhagsstöðu Vatnsveitu Hafna við sameininguna en tel mig þó geta fullyrt að Hafnahreppur var ekki skuldlaus á þeim tíma en hvernig þeim skuldum var skipt veit ég ekki. Samkvæmt mínum upplýsingum dugðu útsvarstekjur og fasteignagjöld hvergi nærri til að halda úti grunn- og leikskólastarfi hvað þá öðru og þá örugglega ekki afgangur fyrir vatnsveituframkvæmdum. Árlegar tekjur af vatnsskatti í Höfnum eru innan við 1 m.kr. og hefur hverri krónu og rúmlega það verið varið til rekstrar vatnsveitunnar í Höfnum.
„í stað þess að hefja framkvæmdir án tafar, lýsa einstökum ómyndarskap, roluhætti og hroka stjórnenda þess”
Slík fúkyrði sem þarna koma fram lýsa að mínu mati yfirleitt betur þeim sem lætur þau frá sér fara en þeim sem þeim er beint að. Ef menn telja það ómyndarskap, roluhátt og hroka að undirbúa úrlausn erfiðra mála með vönduðum hætti, þannig að ekki sé tjaldað til einnar nætur, þá er ekkert við því að gera. Stjórnendur HS telja sér hinsvegar skylt að vanda til verka og gæta hagkvæmni og munu ekki láta upprópanir, rakalausar fullyrðingar og stóryrði villa sér sýn.
Þá að grein Leós.
Varðandi vatnið vona ég að svör og skýringar hér að ofan séu fullnægjandi. Við það vil ég þó bæta að miðað við vatnsveitugjöld í Höfnum þá hefðu þær ráðstafanir sem gæti þurft að grípa til næsta víst orðið sérstakri Vatnsveitu Hafna þungur biti í hálsi.
Hvað varðar símamálin liggja skýringarnar væntanlega hjá Símanum og vandséð í mínum huga hvað það hefur með ”lífið eftir sameininguna” að gera.
Þá eru eftir flutningarnir vegna Reykjanesvirkjunar um Hafnir sem hafa verið bæjaryfirvöldum og HS hf mikið áhyggjuefni. Að frumkvæði bæjarstjóra Reykjanesbæjar var málið tekið upp við Vegagerðina fyrir rúmlega ári og þá óskað eftir því að lagður yrði nýr vegur ofan byggðakjarnans til að leysa vandamálið. HS hf bauðst síðan til að lána Vegagerðinni framkvæmdakostnaðinn (áætlaður 30 – 40 m.kr.) vaxtalaust til a.m.k. 2009 þannig að hægt væri að ráðast í verkið þá þegar. Vegurinn er ríkisvegur og því alfarið á ábyrgð Vegagerðarinnar. Skýr svör hafa fengust og því borið við að nauðsynleg heimild ráðuneyta til slíkrar lántöku hafi ekki fengist en bæjarstjórn Reykjanesbæjar þrýstir enn að um að slíkt leyfi fáist, þrátt fyrir að mjög líði nú að lokum framkvæmdatíma virkjunarinnar. Framgangur þessa máls er mikil vonbrigði fyrir bæði bæjaryfirvöld og HS hf sem eðlilega telja með hliðsjón af ofangreindu mjög ósanngjarnt að tala um að stjórnendur hafi ekki ”hreyft legg né lið” í málinu.
Með von um að þessi mál leysist á farsælan hátt sem allra fyrst.
Júlíus Jónsson
Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf.
„Eru Hafnamenn að drekka sjó?“
Því verður síður en svo mótmælt að vatn í Höfnum hefur um langt skeið verið yfir mörkum um neysluvatn hvað varðar seltu og var þannig t.d. í maí 1997 skv. sýnatöku 308 mg/l. Seltumagn í sjó er almennt skilgreint sem 0,35‰ eða um 19.350 mg/l en viðmiðunarmörk fyrir drykkjarvatn samkvæmt reglugerðum eru hinsvegar 250 mg/l eða 1/77 af seltu sjávar. Seltumagn í Höfnum fór samkvæmt fyrirliggjandi mælingum hæst í nóvember 2002 í 358 mg/l (1/54 af seltu sjávar) en var þann 12. sept. s.l. 259 mg/l eða um 1/75 af seltu sjávar og þá 3,6% yfir mörkum. Að sjálfsögðu er það óviðunandi seltumagn en réttlætir hinsvegar vart slíkar ”æsifrétta” fyrirsagnir. Vonast er til að með frekari lekaleit o.fl. aðgerðum náist það enn umtalsvert niður.
„Stjórnendur HS hafa lengi vitað af slæmu og versnandi neysluvatni í Höfnum...”
HS keypti Vatnsveitu Reykjanesbæjar þann 1. september 2003 eða fyrir um 2 árum. Hluti af samningum um kaupin var úttekt á ástandi veitunnar og nauðsynlegum framkvæmdum og lagfæringum á næstu árum og kom þar ekkert fram um neysluvatn í Höfnum. Ástæðan er væntanlega sú, að vitað var löngu fyrir sameingu Hafna og stofnun Reykjanesbæjar var vatnið sem Vatnsveita Hafna bauð uppá í saltara lagi. Með starfsemi Bioprocess í Höfnum og þá um leið mikilli aukningu á vatnsnotkun, þá jókst seltumagnið hinsvegar til muna. Rekstur Bioprocess lagðist hinsvegar af og þegar þessi mál komu fyrst upp hjá HS fyrir rúmlega ári þá töldu sérfræðingar að vatnsbólin myndu jafna sig vegna minni upptektar og því rétt að fylgjast náið með vatnstökusvæðinu og sjá hverju fram yndi. Það virðist nú orðið ljóst að gera þarf einhverjar breytingar til að ástandið verði viðunandi og að því er unnið.
„...hafa beðið um frest til ársins 2007 til að hefja framkvæmdir.“
HS hefur óskað eftir undanþágu til að reka núverandi vatnsból til ársloka 2007 sem þýðir að ekki síðar en þá verði lagfæringum vonandi lokið. Vinna sérfræðinga er þegar hafin til að finna heppilegustu lausnina á vandamálinu en hún liggur ekki endilega á borðinu án umfangsmikilla rannsókna. Verði niðurstaðan sú að núverandi vatnsból séu ónothæf þarf að kanna, hugsanlega með tilraunaborunum, hvar unnt væri að fá vatn í nágrenni við Hafnir af ásættanlegum gæðum. Finnist vatnsból þarf að afla allra nauðsynlegra leyfa til nýtingar og framkvæmda og HS þekkir vel af eigin raun að sú ”hvörn” malar hægar en hægt. Hugmynd HS var sú að eigi síðar en á árinu 2006 mætti takast að finna vatn, afla leyfa og síðan hanna og bjóða út framkvæmdir. Þannig mætti ekki síðar en á árinu 2007 ljúka nauðsynlegum framkvæmdum. Komi hinsvegar í ljós að hægt sé að leysa þessi mál með einfaldari hætti verður úrbótum lokið fyrr. Finnist hinsvegar ekki vatn af viðunandi gæðum í nágrenni Hafna þarf að skoða málið upp á nýtt því t.d. kostnaður við vatnslögn frá meginkerfi Reykjanesbæjar myndi nema mörgum tugum eða hundruðum milljóna króna.
Síðan þá hefur viðhaldi verið lítið sinnt og rannsóknir á vegum sveitarfélagsins á gæðum vatnsins hafa ekki farið fram þrátt fyrir kvartanir.
Ofannefndum fullyrðingum er harðlega mótmælt sem hreinum og rakalausum ósannindum. Vihaldi hefur verið sinnt af kostgæfni eins og m.a. má sjá á dæluhúsunum sem hafa verið endurbyggð og klædd að utan auk þess sem skipt hefur verið um 2 dælur. Sýni hafa síðan verið tekin reglulega í samræmi við allar reglur þar um.
„...áttum þessa vatnsveitu skuldlausa...”
Mér er ekki kunnugt um fjárhagsstöðu Vatnsveitu Hafna við sameininguna en tel mig þó geta fullyrt að Hafnahreppur var ekki skuldlaus á þeim tíma en hvernig þeim skuldum var skipt veit ég ekki. Samkvæmt mínum upplýsingum dugðu útsvarstekjur og fasteignagjöld hvergi nærri til að halda úti grunn- og leikskólastarfi hvað þá öðru og þá örugglega ekki afgangur fyrir vatnsveituframkvæmdum. Árlegar tekjur af vatnsskatti í Höfnum eru innan við 1 m.kr. og hefur hverri krónu og rúmlega það verið varið til rekstrar vatnsveitunnar í Höfnum.
„í stað þess að hefja framkvæmdir án tafar, lýsa einstökum ómyndarskap, roluhætti og hroka stjórnenda þess”
Slík fúkyrði sem þarna koma fram lýsa að mínu mati yfirleitt betur þeim sem lætur þau frá sér fara en þeim sem þeim er beint að. Ef menn telja það ómyndarskap, roluhátt og hroka að undirbúa úrlausn erfiðra mála með vönduðum hætti, þannig að ekki sé tjaldað til einnar nætur, þá er ekkert við því að gera. Stjórnendur HS telja sér hinsvegar skylt að vanda til verka og gæta hagkvæmni og munu ekki láta upprópanir, rakalausar fullyrðingar og stóryrði villa sér sýn.
Þá að grein Leós.
Varðandi vatnið vona ég að svör og skýringar hér að ofan séu fullnægjandi. Við það vil ég þó bæta að miðað við vatnsveitugjöld í Höfnum þá hefðu þær ráðstafanir sem gæti þurft að grípa til næsta víst orðið sérstakri Vatnsveitu Hafna þungur biti í hálsi.
Hvað varðar símamálin liggja skýringarnar væntanlega hjá Símanum og vandséð í mínum huga hvað það hefur með ”lífið eftir sameininguna” að gera.
Þá eru eftir flutningarnir vegna Reykjanesvirkjunar um Hafnir sem hafa verið bæjaryfirvöldum og HS hf mikið áhyggjuefni. Að frumkvæði bæjarstjóra Reykjanesbæjar var málið tekið upp við Vegagerðina fyrir rúmlega ári og þá óskað eftir því að lagður yrði nýr vegur ofan byggðakjarnans til að leysa vandamálið. HS hf bauðst síðan til að lána Vegagerðinni framkvæmdakostnaðinn (áætlaður 30 – 40 m.kr.) vaxtalaust til a.m.k. 2009 þannig að hægt væri að ráðast í verkið þá þegar. Vegurinn er ríkisvegur og því alfarið á ábyrgð Vegagerðarinnar. Skýr svör hafa fengust og því borið við að nauðsynleg heimild ráðuneyta til slíkrar lántöku hafi ekki fengist en bæjarstjórn Reykjanesbæjar þrýstir enn að um að slíkt leyfi fáist, þrátt fyrir að mjög líði nú að lokum framkvæmdatíma virkjunarinnar. Framgangur þessa máls er mikil vonbrigði fyrir bæði bæjaryfirvöld og HS hf sem eðlilega telja með hliðsjón af ofangreindu mjög ósanngjarnt að tala um að stjórnendur hafi ekki ”hreyft legg né lið” í málinu.
Með von um að þessi mál leysist á farsælan hátt sem allra fyrst.
Júlíus Jónsson
Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf.