Fermingarbörn Keflavíkurkirkju 2012 skrái sig rafrænt
Við viljum minna á rafræna skráningu í fermingarfræðslu vetrarins 2011-12 í Keflavíkurkirkju sem nú fer fram á heimasíðu kirkjunnar: www.keflavikurkirkja.is. Mikilvægt er að fólk skrái sig rafrænt og gefi upp netföng.
Einnig viljum við minna á upphaf fræðslunnar sem er í næstu viku. Þann 29. ágúst kl. 15-18 mæta allir fermingardrengir í Kirkjulund og þann 30. ágúst kl. 15-18 mæta allar fermingarstúlkur í Kirkjulund. Börnin mæti klædd eftir veðri þar sem hluti fræðslunnar fer fram útifyrir.
Vatnaskógarferðin er 5.-7. september fyrir fermingardrengi og 12.-14. september fyrir fermingarstúlkur.
Foreldrar/forráðamenn komi í Kirkjulund og greiði staðfestingargjald og fá afhenda dagskrá vetrarins miðviku-, fimmtu- eða föstudag (24.-26. ágúst) kl. 10-14 eða eftir samkomulagi. Vinsamlegast hafið samband í 420 4300 eða [email protected] ef þið hafið ekki tök á að koma tilsetta daga.
Með kveðju
Prestar Keflavíkurkirkju