Ferðaþjónusta á Reykjanesi
Mig langar að fara nokkrum orðum um ferðaþjónustu á Reykjanesi Mín aðkoma að ferðaþjónustu á Reykjanesi er ný eða frá því um miðjan júni 2003. Þegar ég var ráðin í tímabundið starf á Upplýsingamiðstöð Reykjaness sem þá var opnuð. Hef ég á þessum tíma orðið þess áskynja að það skortir meiri samvinnu á meðal sveitarstjórna og ferðaþjónustuaðila á svæðinu og stendur það ferðaþjónustunni á Reykjanesi fyrir þrifum. Þrátt fyrir mikið starf sem hefur verið unnið hér á síðustu árum höfum við dregist aftur úr í samkeppninni um ferðamanninn.
Heildarmynd svæðisins er að mínu mati ekki nógu skýr. Ferðaþjónusta er ímynd sem þú selur og það verða allir að standa saman að baki þeirri ímynd svo að hún sé sönn. Hvert sveitarfélag þarf að skilgreina ímynd sína í samræmi við heildarmyndina.
Galdurinn á bak við þetta er að það þarf að vera náið samstarf og samstaða allra aðila, hver einasti maður þarf að vita hvert hlutverk hans er og vinna sína vinnu í samræmi við það. Allir þurfa að stefna að því sama, sveitarstjórnir jafnt og þjónustuaðilar.
Ferðaþjónusta er atvinnugrein þar sem samvinna er undirstaða alls.
Lausnina tel ég felast í sameinuðu átaki allra, bæði þjónustuaðila/ferðaþjónustuaðila og sveitarstjórna í markaðssetningu og kynningu Reykjaness í heild sinni. Til þess að það verði að veruleika, þarf að vera til vettvangur allra til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Sé ég fyrir mér Ferðamálasamtök Suðurnesja sem slíkan vettvang, þar sem sætu í stjórn aðilar frá ferðaþjónustuaðilum og sveitarstjórnum óháð pólitískum meirihluta sveitarfélaganna. Þar gæti hugsanlega verið gerð stefnumörkun um heildarmynd svæðisins sem væri síðan unnið markvisst eftir. Metnaður samtakanna þyrfti að vera sá að það væri kappsmál fyrirtækjana að vilja taka þátt, t.d. með góðri kynningu og auðveldu aðgengi að samtökunum, reglulegu námsskeiðahaldi, áhugaverðum fyrirlestrum og fl.
Með slíkum vinnubrögðum tel ég að megi lyfta grettistaki í kynningu á svæðinu.
Eitt langar mig til að minnast á í lokin, það er að til er einn vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila sem aðra að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri, það er vefsíðan www.reykjanes.is, þetta er vefsíða sem höfða á til allra sem vilja kynna sér eitthvað um Reykjanes. Síðan er í stöðugri þróun og gaman væri að fá athugasemdir um hvað mætti betur fara á henni og hvað fólk er ánægt með, og hvort fólk sé almennt að skoða hana.
Rannveig L. Garðarsdóttir
verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöð Reykjaness
[email protected]
Heildarmynd svæðisins er að mínu mati ekki nógu skýr. Ferðaþjónusta er ímynd sem þú selur og það verða allir að standa saman að baki þeirri ímynd svo að hún sé sönn. Hvert sveitarfélag þarf að skilgreina ímynd sína í samræmi við heildarmyndina.
Galdurinn á bak við þetta er að það þarf að vera náið samstarf og samstaða allra aðila, hver einasti maður þarf að vita hvert hlutverk hans er og vinna sína vinnu í samræmi við það. Allir þurfa að stefna að því sama, sveitarstjórnir jafnt og þjónustuaðilar.
Ferðaþjónusta er atvinnugrein þar sem samvinna er undirstaða alls.
Lausnina tel ég felast í sameinuðu átaki allra, bæði þjónustuaðila/ferðaþjónustuaðila og sveitarstjórna í markaðssetningu og kynningu Reykjaness í heild sinni. Til þess að það verði að veruleika, þarf að vera til vettvangur allra til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Sé ég fyrir mér Ferðamálasamtök Suðurnesja sem slíkan vettvang, þar sem sætu í stjórn aðilar frá ferðaþjónustuaðilum og sveitarstjórnum óháð pólitískum meirihluta sveitarfélaganna. Þar gæti hugsanlega verið gerð stefnumörkun um heildarmynd svæðisins sem væri síðan unnið markvisst eftir. Metnaður samtakanna þyrfti að vera sá að það væri kappsmál fyrirtækjana að vilja taka þátt, t.d. með góðri kynningu og auðveldu aðgengi að samtökunum, reglulegu námsskeiðahaldi, áhugaverðum fyrirlestrum og fl.
Með slíkum vinnubrögðum tel ég að megi lyfta grettistaki í kynningu á svæðinu.
Eitt langar mig til að minnast á í lokin, það er að til er einn vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila sem aðra að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri, það er vefsíðan www.reykjanes.is, þetta er vefsíða sem höfða á til allra sem vilja kynna sér eitthvað um Reykjanes. Síðan er í stöðugri þróun og gaman væri að fá athugasemdir um hvað mætti betur fara á henni og hvað fólk er ánægt með, og hvort fólk sé almennt að skoða hana.
Rannveig L. Garðarsdóttir
verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöð Reykjaness
[email protected]