Ferðastyrkir til námsmanna lagðir af
Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að hætta greiðslu ferðastyrkja til nemenda sem búa í Reykjanesbæ en stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var ein af niðurskurðartillögum Sjálfstæðismanna sem þeir samþykktu við afgreiðslu fjárhagsætlunar Reykjanesbæjar rétt fyrir jól. Á meðal niðurskurðartillagnanna var einnig að finna ákvörðun meirihlutans um að hætta niðurgreiðslu dagvistar barna hjá dagmæðrum. Þar með er ljóst að ungabörn og námsmenn eiga síður uppá pallborð Sjálfstæðismanna en hringtorg og kantsteinar.
Áratuga hefð
Stuðningur við námsmenn, sem sótt hafa nám í framhalds- eða háskólum á höfuðborgarsvæðinu en ákveðið að búa áfram í Reykjanesbæ, hefur tíðkast í áratugi. Lengst af var stuðningurinn í formi afsláttar á farmiðum með SBK en fyrir 2 árum var ákveðið, að tillögu undirritaðs, að breyta fyrirkomulaginu og veita nemendum beinan ferðastyrk sem þeir gátu sjálfir ákveðið hvort þeir nýttu til kaupa á rútumiðum eða reksturs á eigin bifreið. Við þá breytingu jókst fjöldi styrkþega verulega og fleiri sáu sér fært að sækja nám í ýmsum fögum og greinum sem kenndar voru í skólum á höfuðborgarsvæðinu en ekki voru í boði hér heima. Þessi jákvæða þróun olli því að hækka þurfti fjárveitingar til ferðastyrkja og stefndi heildarfjárveitingin í að verða 10 milljónir á árinu 2005. Það fannst Sjálfstæðismönnum allt of mikið og ákváðu að fella þennan áratuga gamla styrk niður.
Vanhugsuð ákvörðun
Undirritaður, ásamt bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar, lagði til að fallið yrði frá þessari sparnaðarráðstöfun en í staðinn hægt á framkvæmdum. Því höfnuðu Sjálfstæðimenn og sögðu m.a. í bókun að þeir teldu ólíklegt að ferðastyrkirnir gerðu gæfumuninn fyrir nemendur sem velja framhaldsnám utan svæðis en búa í Reykjanesbæ. Það vona ég svo sannarlega að verði raunin og að námsmenn láti ekki skammsýna Sjálfstæðismenn slá sig út af laginu. Hættan er hins vegar sú að einhverjir námsmanna ákveði að flytja úr sveitarfélaginu og þá eru minni lýkur á að þeir setjist hér að aftur að námi loknu. Einnig er líklegt að fjölbreytni í námi þeirra sem stunda nám á framhaldsskólastigi minnki. Það hlýtur að vera mjög slæmt á sama tíma og talað er um að mikilvægt sé að hækka menntunarstigið á svæðinu. Þetta finnst mér því stórt skref afturábak og gríðarlega vanhugsað mál af hálfu meirihluta Sjálfstæðimanna. Það tel ég að allir námsmenn, sem fyrir þessum niðurskurði verða og aðstandendur þeirra, hljóti að vera mér sammála um.
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í
bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Netfang: [email protected]
Áratuga hefð
Stuðningur við námsmenn, sem sótt hafa nám í framhalds- eða háskólum á höfuðborgarsvæðinu en ákveðið að búa áfram í Reykjanesbæ, hefur tíðkast í áratugi. Lengst af var stuðningurinn í formi afsláttar á farmiðum með SBK en fyrir 2 árum var ákveðið, að tillögu undirritaðs, að breyta fyrirkomulaginu og veita nemendum beinan ferðastyrk sem þeir gátu sjálfir ákveðið hvort þeir nýttu til kaupa á rútumiðum eða reksturs á eigin bifreið. Við þá breytingu jókst fjöldi styrkþega verulega og fleiri sáu sér fært að sækja nám í ýmsum fögum og greinum sem kenndar voru í skólum á höfuðborgarsvæðinu en ekki voru í boði hér heima. Þessi jákvæða þróun olli því að hækka þurfti fjárveitingar til ferðastyrkja og stefndi heildarfjárveitingin í að verða 10 milljónir á árinu 2005. Það fannst Sjálfstæðismönnum allt of mikið og ákváðu að fella þennan áratuga gamla styrk niður.
Vanhugsuð ákvörðun
Undirritaður, ásamt bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar, lagði til að fallið yrði frá þessari sparnaðarráðstöfun en í staðinn hægt á framkvæmdum. Því höfnuðu Sjálfstæðimenn og sögðu m.a. í bókun að þeir teldu ólíklegt að ferðastyrkirnir gerðu gæfumuninn fyrir nemendur sem velja framhaldsnám utan svæðis en búa í Reykjanesbæ. Það vona ég svo sannarlega að verði raunin og að námsmenn láti ekki skammsýna Sjálfstæðismenn slá sig út af laginu. Hættan er hins vegar sú að einhverjir námsmanna ákveði að flytja úr sveitarfélaginu og þá eru minni lýkur á að þeir setjist hér að aftur að námi loknu. Einnig er líklegt að fjölbreytni í námi þeirra sem stunda nám á framhaldsskólastigi minnki. Það hlýtur að vera mjög slæmt á sama tíma og talað er um að mikilvægt sé að hækka menntunarstigið á svæðinu. Þetta finnst mér því stórt skref afturábak og gríðarlega vanhugsað mál af hálfu meirihluta Sjálfstæðimanna. Það tel ég að allir námsmenn, sem fyrir þessum niðurskurði verða og aðstandendur þeirra, hljóti að vera mér sammála um.
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í
bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Netfang: [email protected]