Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Félagsmenn að bugast undan álagi
Starfsmannafélag Suðurnesja vill styttri vinnuviku.
Föstudagur 3. maí 2019 kl. 11:00

Félagsmenn að bugast undan álagi

-Kulnun er ekki tískuorð

Fyrr á árinu sendi SAMSTARFIÐ könnun á félagsmenn sína þar sem leitast var eftir að skoða hver áhersluatriði ættu að vera í komandi kjarasamningum. SAMSTARFIÐ samanstendur af Stéttarfélaginu FOSS Stéttarfélag í almannaþjónustu, STAG Starfsmannafélag Garðabæjar, STH Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, SfK Starfsmannafélag Kópavogs, STAMOS Starfsmannafélag Mosfellsbæjar og STFS Starfsmannafélag Suðurnesja.

Það sem var einna helst sláandi við niðurstöðurnar er að félagsmenn okkar eru augljóslega að bugast undan álagi. En 78% félagsmanna telja sig vera undir miklu álagi í vinnunni og breytir þar litlu í hvaða starfstétt fólkið er; sérhæft starfsfólk, við þjónustustörf, stjórnendur og sérfræðingar eða fólk sem vinnur við skrifstofu- og afgreiðslustörf. Það kom bersýnilega í ljós að 30% svarenda töldu sig oft vera svo þreytta að þau áttu erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut og að þau ættu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hafi neikvæð áhrif á frítíma sinn og einkalíf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljóst er að starfsfólk er að vinna undir gríðarlegu álagi. Félagsmenn okkar vinna að meðaltali 37 tíma á viku og eru með um 344.695 krónur í grunnlaun fyrir skatt. En að jafnaði vinna þau sem eru í fullu starfi 42 stundir á viku.

Þegar kreppan kom þá var mjög mikið af uppsögnum og ýmiskonar niðurskurði, verkin fóru á færri hendur. En nú eru um 11 ár síðan það var og er ekki hægt að láta fólk vinna endalaust undir miklu álagi. Það endar bara í ofþreytu og kulnun sem er alls ekki tískuorð heldur er það eitthvað sem á sér stað vegna álags og langrar vinnuviku. Við sjáum líka að aukin aðsókn í sjúkradagpeninga hjá sjúkra- og styrktarsjóði stéttarfélaganna gefur enn meira tilefni til réttmæti kröfunnar um styttingu vinnuvikunnar.

Við munum því meðal annars berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og hærri launa fyrir félagsmenn okkar í komandi kjarasamningunum.

Starfsmannafélag Suðurnesja