Félag stúdenta með skólagjöldum stofnað
Vegna umfjöllunar um skólagjöld að undanförnu hefur hópur stúdenta úr háskólum á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu tekið sig saman og stofnað félag stúdenta með skólagjöldum. Stjórn félagsins telur að skólagjöld séu rétt og góð leið til að bæta kennslu, aðbúnað og til lausnar á öðrum vandamálum sem blasa við háskólum á Íslandi í dag. Reynsla af ríkisrekstri á háskólasviði er öllum ljós og tími til kominn að skoða nýjar leiðir til lausnar á vandanum.
Félagið telur að mikilvægt sé að leyfa nemendum að taka þátt í kostnaði við nám sitt. Aukin framlög ríkisins til menntunar fullorðins fólks kemur niður á skattgreiðendum og þar með nemendum að loknu námi. Eðlilegt er að nemendur taki þátt í kostnaði við nám sitt þar sem ábati námsins er réttilega þeirra.
Heilbrigð og góð samkeppni hefur myndast á skömmum tíma meðal skóla hér á landi og forsenda þess að allir geti tekið þátt í þeirri samkeppni er að heimild sé meðal allra skóla til að taka við skólagjöldum.
Félagið mun á næstunni kynna vandlega tillögur sínar í málefnum háskóla á Íslandi varðandi yfirfærslu ríkisstyrkja í form ávísanakerfis og leiðir til að auka valfrelsi í menntamálum.
Vefur félagsins er á slóðinni www.skolagjold.is og opnar þar bráðlega góður og ítarlegur vefur.
Stjórn félagsins skipa:
Einar Sigurjón Oddsson, formaður (HÍ)
Anna Hrefna Ingimundardóttir, varaformaður (HÍ)
Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri (HÍ)
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, (HR)
Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, (KHÍ)
Fannar Jónsson, (HÍ)
Geir Ágústsson, (HÍ)
Gylfi Ólafsson, (HA)
Hulda Sigrún Haraldsdóttir, (HÍ)
Guðjón Kjartansson, (Bifröst)
Helga Lára Hauksdóttir, (HÍ)