FEIMNI OG DANSKENNSLA
Ólafur Þ. Eiríksson lagði nýlega inn bréf til bæjarráðs þar sem hann fjallar um feimni. Í bókunum ráðsins við bréfi þessu er þess getið, að tillaga að danskennsla í grunnskólum hafi verið flutt af Steindóri Sigurðssyni, þáverandi bæjarfulltrúa og verið samþykkt í bæjarstjórn á sl. ári. Þá hafi og verið samþykkt að skólayfirvöld tækju danskennslu til athugunar við einsetningu grunnskólanna í tengslum við heildagsskólann.