Fagnar frestun á lagningu Suðurstrandarvegar
Í frétt Víkurfrétta má sjá að lagningu Suðurstrandarvegar hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Því ber að fagna, segir Ómar Smári Ármannson í bréfi til blaðsins. Helstu röksemdir fyrir nýjum vegi frá Þorlákshöfn að Grindavík hefur verið að með því styttist leiðin á milli þessarra staða verulega, falleg útsýnisleið opnist og hún skipti ferðaþjónustuna miklu og styttra verði í flugstöð Leifs Eiríkssonar auk þess sem leiðin hafi verið í rökstuðningi með breyttri kjördæmaskipan.Eins og áætlanir liggja fyrir er ætlunin að leggja veginn yfir, að öllum líkindum, merkustu minjar Íslandssögunnar. Svæðið hefur verið mjög lítið kannað, en það litla, sem gert hefur verið, segir þeim er til þekkja, að þarna kunni að leynast merki upphafs landnáms hér á landi - jafnvel eldra en kveðið er á um norrænt landnám. Ekki er ólíklegt, þegar farið verður að leita að og skoða einstök svæði, að á þeim kunni að leynast minjar um búsetu í landinu allt frá því um 600 e.Kr. Í dag getur enginn svarað því með vissu hvort svo kunni að reynast, en hafa ber í huga að því getur heldur enginn neitað, enda svæðin lítt sem ekkert verið skoðuð. Eitt af þessum svæðum er Ögmundarhraunssvæðið, en ætlunin er m.a. að leggja Suðurstrandarveg í gegnum það. Undir og innan þess eru minjar, sem taldar eru geta verið eldri en frá 870 e.Kr.
Í dag liggur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Fallegt útsýni er á þeirri leið og það á ekkert eftir að breytast. Hægt er að flytja ferðamenn um þann veg og lýsa staðháttum og sögu. Sagan breytist ekkert við nýjan veg. Og þá liggur fólki varla svo mikið á út í flugstöð Leifs Eiríkssonar að til þess þurfi nýjan veg.
Mikilvægt er að Vegagerðin og aðrir gefi sér góðan tíma til að skoða, meta og rannsaka svæðið svo engu verði þar spillt, sem ekki verður bætt. Nóg er búið að eyðileggja samt. Má í því sambandi nefna Litlu-Eldborg og einn fallegasta eldgíg landsins vestan við Krýsuvíkur-Mælifell. Á leiðinni eru ummerki og vísan til þjóðsagna Íslendinga, merkilegir hellar og jarðfræðimyndanir, minjar um búsetu og búskaparhætti liðinna alda, gamlar þjóðleiðir markaðar í bergið eftir fótspor, klaufir og hófa liðinna alda, hlaðnar refagildrur, kennileiti og örnefni með vísan til upphafs byggðar hér á landi og svo mæti lengi telja. Af öllu þessu má sjá að full ástæða er til að fara varlega í framkvæmdir á þessu svæði.
Hins vegar er fátt sem mælir á móti því að lagfæra núverandi Krýsuvíkurleið og áfram til austurs. Þó ber að fara varlega þegar komið er austur fyrir Vogsósa því þar er enn eitt mannvirkið, Fornigarður, eitt elsta mannvirkið í Selvogi, auk nálægra mannvirkja. Svo það er að mörgu að hyggja áður en farið er að byggja veg á nýjum stað.
Kveðja,
Ómar Smári Ármannsson
Í dag liggur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Fallegt útsýni er á þeirri leið og það á ekkert eftir að breytast. Hægt er að flytja ferðamenn um þann veg og lýsa staðháttum og sögu. Sagan breytist ekkert við nýjan veg. Og þá liggur fólki varla svo mikið á út í flugstöð Leifs Eiríkssonar að til þess þurfi nýjan veg.
Mikilvægt er að Vegagerðin og aðrir gefi sér góðan tíma til að skoða, meta og rannsaka svæðið svo engu verði þar spillt, sem ekki verður bætt. Nóg er búið að eyðileggja samt. Má í því sambandi nefna Litlu-Eldborg og einn fallegasta eldgíg landsins vestan við Krýsuvíkur-Mælifell. Á leiðinni eru ummerki og vísan til þjóðsagna Íslendinga, merkilegir hellar og jarðfræðimyndanir, minjar um búsetu og búskaparhætti liðinna alda, gamlar þjóðleiðir markaðar í bergið eftir fótspor, klaufir og hófa liðinna alda, hlaðnar refagildrur, kennileiti og örnefni með vísan til upphafs byggðar hér á landi og svo mæti lengi telja. Af öllu þessu má sjá að full ástæða er til að fara varlega í framkvæmdir á þessu svæði.
Hins vegar er fátt sem mælir á móti því að lagfæra núverandi Krýsuvíkurleið og áfram til austurs. Þó ber að fara varlega þegar komið er austur fyrir Vogsósa því þar er enn eitt mannvirkið, Fornigarður, eitt elsta mannvirkið í Selvogi, auk nálægra mannvirkja. Svo það er að mörgu að hyggja áður en farið er að byggja veg á nýjum stað.
Kveðja,
Ómar Smári Ármannsson