Fær ekki að hlusta á bæjarráð Sandgerðis
Ósk fulltrúa Þ-lista um seturétt í bæjarráði var tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Sandgeðris nýverið. Á 183. fundi bæjarstjórnar þann 12. júní 2002 óskaði Ólafur Þór Ólafsson eftir seturétti í bæjarráði í samræmi við 44. gr.um samþykktir um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.Á umræddum fundi var ákveðið, að fresta umræðu um tillöguna þar til á fundi í ágúst, eins og það var bókað. Fram kom að fulltrúar B-lista styðja tillögu um að Þ-listinn fái áheyrnarfulltrúa í bæjarráði.
Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu Ólafs á síðasta fundi bæjarstjórnar Sandgerðis og var henni hafnað af hálfu meirihlutans með fjórum atkvæðum en þrír voru með.
Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu Ólafs á síðasta fundi bæjarstjórnar Sandgerðis og var henni hafnað af hálfu meirihlutans með fjórum atkvæðum en þrír voru með.