F-listinn vill áfram vinna á sömu braut
Stefnuskrá F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda í Garði,
fyrir kosningarnar laugardaginn 25.maí 2002. F-listinn fagnar þeirri uppbyggingu og framförum, sem átt hafa sér stað í Garðinum á síðustu árum. F-listinn telur framtíðarmöguleika Garðsins geta verið bjarta ef rétt verður haldið á spilunum. Stefna F-listans á síðustu árum hefur skilað góðum árangri. F-listinn vill áfram vinna á sömu braut. Það er kjósenda í Garðinum að ákveða við kjörborðið 25.maí 2002 hvort þeir meta störf okkar á þann hátt að þeir treysti F-listanum til að vinna áfram að framförum í Garðinum, segir í frétt frá F-listanumF- listinn leggur áherslu á:
Fræðslu og skólamál.
… Á þessu ári verður vinnuaðstaða kennara og annars starfsfólks Gerðaskóla bætt.
… Framkvæmdum í samkomusalnum verður lokið þannig að hægt verður að nota hann í haust.
… Á árinu 2003 verður salurinn fullgerður með sviði, eldhúsi og húsgögnum.
… Lokið verður við að fullgera kennslustofur í nýbyggingu Gerðaskóla í ár og verður skólinn einsetinn frá og með n.k. hausti.
… Uppbyggingu Gerðaskóla verður haldið áfram á næsta kjörtímabili, þar sem lögð verði rík áhersla á aðbúnað starfsfólks og nemenda.
… Aðstaða nemenda á lóð skólans verði bætt með litlum gerfigrasvelli ásamt mörkum og körfuboltahringjum.
… Stækkun leikskólans verði hrundið í framkvæmd, ekki seinna en á árinu 2005.
Lóðarleiga/landamál.
… Lóðarleigu ber að lækka með öllum ráðum.
… Stefnt skal að því að Gerðahreppur eignist stærstan hluta landsins.
Samgöngumál.
… F-listinn leggur áherslu á að lokið verði við að malbika Garðveginn.
… Framkvæmdir eru að hefjast á lagningu gangstétta, göngustíga og slitlags á götur og afleggjara að frumkvæði F-listans.. Ekki verða lögð á B- gatnagerðargjöld vegna framkvæmdanna.
Félagsmál.
… Áfram verði unnið að því að öldruðum og fötluðum verði skapað það umhverfi, sem hentar þeim. Þjónusta við þessa hópa á að vera fyrsta flokks.
Íbúðir aldraðra.
… Byrjað verður á byggingu íbúða aldraðra í nágrenni Garðvangs í sumar ef vilji
F-listans fær að ráða.
Æskulýðsmál.
… F-listinn fagnar öflugu æskulýðsstarfi og leggur áherslu á að aðstaða unglinga í félagsmiðstöðinni skuli ætíð vera í brennidepli.
… Halda þarf áfram stuðningi við hin frjálsu félagasamtök, skátana og fleiri sem vinna að æskulýðsmálum. Huga þarf að því að bæta þeirra starfsskilyrði.
Íþróttastarf.
… Gerðahreppur á að stuðla að íþróttaiðkun og styrkja þá uppbyggingu, þó sérstaklega þegar kemur að íþróttastarfi fyrir börn.
Atvinnumál.
… F-listinn telur það vera hlutverk sveitarstjórnar á hverjum tíma að skapa atvinnuvegunum jákvætt umhverfi og góð starfsskilyrði.
… Álögum á fyrirtæki verði haldið í lágmarki og að veitt sé góð þjónusta.
… Gerðahreppur þarf í samvinnu við atvinnurekendur að stuðla að enn frekari fjölgun atvinnutækifæra í Garðinum.
Frárennslismál.
… Skýrsla um frumathugun á frárennslismálum verður lögð fram bráðlega.
Stefnt er að framkvæmdir hefjist á næsta kjörtímabili.
Sjóvarnir.
… Áfram verði unnið að bættum sjóvörnum í ágætu samstarfi við ríkisvaldið.
Skipulagsmál.
… Ávallt skal vera nægjanlegt framboð af byggingalóðum.
… Áfram verði haldið þeirri stefnu að byggingaleyfisgjöld verði lág.
… Uppbyggingu skrúðgarðs verði hrundið í framkvæmd á kjörtímabilinu.
… ³Grænum svæðum² með leiktækjum verði gert hærra undir höfði.
Garðskagi.
… Áfram verði unnið að uppbyggingu safnamála á Garðskaga með tilliti til ferðatengdrar þjónustu.
Sumarhús í Leiru.
… Kannaðir verði möguleika á uppbyggingu sumarhúsa í Leirunni.
Álögur í lágmarki.
… F-listinn hefur haft þá stefnu að hafa gjöld í lágmarki. Heimild til álagningar útsvars er ekki nýtt að fullu, fasteignaskattar eru í lágmarki. Byggingaleyfisgjöld eru með því lægsta sem þekkist.
Fjármálastjórn.
… Áfram verði gætt aðhalds í fjármálastjórn. Gerðahreppur er annað tveggja sveitarfélaga hér á Suðurnesjum, sem ekki hafa farið á eftirlitslista Félagsmálaráðuneytisins vegna fjármála. Því ber að fagna og halda þarf áfram á sömu braut undir styrkri stjórn F-listans.
F-listinn fagnar þeirri uppbyggingu og framförum, sem átt hafa sér stað í Garðinum á síðustu árum. F-listinn telur framtíðarmöguleika Garðsins geta verið bjarta ef rétt verður haldið á spilunum. Stefna F-listans á síðustu árum hefur skilað góðum árangri. F-listinn vill áfram vinna á sömu braut. Það er kjósenda í Garðinum að ákveða við kjörborðið 25.maí 2002 hvort þeir meta störf okkar á þann hátt að þeir treysti F-listanum til að vinna áfram að framförum í Garðinum.
Við eigum samleið Garðmenn. Setjum X við F og tryggjum Garðinum áfram trausta og góða forystu byggðarlaginu til heilla.
fyrir kosningarnar laugardaginn 25.maí 2002. F-listinn fagnar þeirri uppbyggingu og framförum, sem átt hafa sér stað í Garðinum á síðustu árum. F-listinn telur framtíðarmöguleika Garðsins geta verið bjarta ef rétt verður haldið á spilunum. Stefna F-listans á síðustu árum hefur skilað góðum árangri. F-listinn vill áfram vinna á sömu braut. Það er kjósenda í Garðinum að ákveða við kjörborðið 25.maí 2002 hvort þeir meta störf okkar á þann hátt að þeir treysti F-listanum til að vinna áfram að framförum í Garðinum, segir í frétt frá F-listanumF- listinn leggur áherslu á:
Fræðslu og skólamál.
… Á þessu ári verður vinnuaðstaða kennara og annars starfsfólks Gerðaskóla bætt.
… Framkvæmdum í samkomusalnum verður lokið þannig að hægt verður að nota hann í haust.
… Á árinu 2003 verður salurinn fullgerður með sviði, eldhúsi og húsgögnum.
… Lokið verður við að fullgera kennslustofur í nýbyggingu Gerðaskóla í ár og verður skólinn einsetinn frá og með n.k. hausti.
… Uppbyggingu Gerðaskóla verður haldið áfram á næsta kjörtímabili, þar sem lögð verði rík áhersla á aðbúnað starfsfólks og nemenda.
… Aðstaða nemenda á lóð skólans verði bætt með litlum gerfigrasvelli ásamt mörkum og körfuboltahringjum.
… Stækkun leikskólans verði hrundið í framkvæmd, ekki seinna en á árinu 2005.
Lóðarleiga/landamál.
… Lóðarleigu ber að lækka með öllum ráðum.
… Stefnt skal að því að Gerðahreppur eignist stærstan hluta landsins.
Samgöngumál.
… F-listinn leggur áherslu á að lokið verði við að malbika Garðveginn.
… Framkvæmdir eru að hefjast á lagningu gangstétta, göngustíga og slitlags á götur og afleggjara að frumkvæði F-listans.. Ekki verða lögð á B- gatnagerðargjöld vegna framkvæmdanna.
Félagsmál.
… Áfram verði unnið að því að öldruðum og fötluðum verði skapað það umhverfi, sem hentar þeim. Þjónusta við þessa hópa á að vera fyrsta flokks.
Íbúðir aldraðra.
… Byrjað verður á byggingu íbúða aldraðra í nágrenni Garðvangs í sumar ef vilji
F-listans fær að ráða.
Æskulýðsmál.
… F-listinn fagnar öflugu æskulýðsstarfi og leggur áherslu á að aðstaða unglinga í félagsmiðstöðinni skuli ætíð vera í brennidepli.
… Halda þarf áfram stuðningi við hin frjálsu félagasamtök, skátana og fleiri sem vinna að æskulýðsmálum. Huga þarf að því að bæta þeirra starfsskilyrði.
Íþróttastarf.
… Gerðahreppur á að stuðla að íþróttaiðkun og styrkja þá uppbyggingu, þó sérstaklega þegar kemur að íþróttastarfi fyrir börn.
Atvinnumál.
… F-listinn telur það vera hlutverk sveitarstjórnar á hverjum tíma að skapa atvinnuvegunum jákvætt umhverfi og góð starfsskilyrði.
… Álögum á fyrirtæki verði haldið í lágmarki og að veitt sé góð þjónusta.
… Gerðahreppur þarf í samvinnu við atvinnurekendur að stuðla að enn frekari fjölgun atvinnutækifæra í Garðinum.
Frárennslismál.
… Skýrsla um frumathugun á frárennslismálum verður lögð fram bráðlega.
Stefnt er að framkvæmdir hefjist á næsta kjörtímabili.
Sjóvarnir.
… Áfram verði unnið að bættum sjóvörnum í ágætu samstarfi við ríkisvaldið.
Skipulagsmál.
… Ávallt skal vera nægjanlegt framboð af byggingalóðum.
… Áfram verði haldið þeirri stefnu að byggingaleyfisgjöld verði lág.
… Uppbyggingu skrúðgarðs verði hrundið í framkvæmd á kjörtímabilinu.
… ³Grænum svæðum² með leiktækjum verði gert hærra undir höfði.
Garðskagi.
… Áfram verði unnið að uppbyggingu safnamála á Garðskaga með tilliti til ferðatengdrar þjónustu.
Sumarhús í Leiru.
… Kannaðir verði möguleika á uppbyggingu sumarhúsa í Leirunni.
Álögur í lágmarki.
… F-listinn hefur haft þá stefnu að hafa gjöld í lágmarki. Heimild til álagningar útsvars er ekki nýtt að fullu, fasteignaskattar eru í lágmarki. Byggingaleyfisgjöld eru með því lægsta sem þekkist.
Fjármálastjórn.
… Áfram verði gætt aðhalds í fjármálastjórn. Gerðahreppur er annað tveggja sveitarfélaga hér á Suðurnesjum, sem ekki hafa farið á eftirlitslista Félagsmálaráðuneytisins vegna fjármála. Því ber að fagna og halda þarf áfram á sömu braut undir styrkri stjórn F-listans.
F-listinn fagnar þeirri uppbyggingu og framförum, sem átt hafa sér stað í Garðinum á síðustu árum. F-listinn telur framtíðarmöguleika Garðsins geta verið bjarta ef rétt verður haldið á spilunum. Stefna F-listans á síðustu árum hefur skilað góðum árangri. F-listinn vill áfram vinna á sömu braut. Það er kjósenda í Garðinum að ákveða við kjörborðið 25.maí 2002 hvort þeir meta störf okkar á þann hátt að þeir treysti F-listanum til að vinna áfram að framförum í Garðinum.
Við eigum samleið Garðmenn. Setjum X við F og tryggjum Garðinum áfram trausta og góða forystu byggðarlaginu til heilla.