F- listinn birtir framboðslista sinn
Á þriðjudagskvöld ákvað F – listinn í Garði uppröðun á framboðslista sínum til sveitarstjórnakosninganna í maí og er það Ingimundur Þ. Guðnason, tæknifræðingur, sem skipar efsta sæti listans. Jafnframt verður Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, bæjarstjóraefni listans en hann hefur verið bæjarstjóri síðan 1990.
Listinn er eftirfarandi:
Ingimundur Þ. Guðnason, tæknifræðingur
Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur
Ágústa Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi
Gísli Heiðarsson, framkvæmdastjóri
Gísli Kjartansson, byggingaiðnfræðingur
Einar Tryggvason, vinnuvélastjórnandi
Skúli Þórarinssin, umdæmisstjóri
Hulda Matthíasdóttir, fiskverkandi
Helga Sif Jónsdóttir, listamaður
Knútur Rúnar Jónsson, nemi
Brynjar Þór Magnússon, nemi
Ásta Arnmundsdóttir, kennari
Hannes Tryggvason, rafvirki
Guðrún S. Alfreðsdóttir, stuðningsfulltrúi
Á næstu vikum mun F – listinn kynna stefnumál sín.