Eyjamenn í 2. og 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokki
Guðjón Hjörleifsson er kominn í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi þegar um 4000 atkvæði hafa verið talin. Kjartan Ólafsson, sem var í 3. sæti er fallinn niður í það sjöunda. Um 1200 atkvæði eru enn ótalin.
Staðan nú er svona:
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hafði fengið 1891 atkvæði í 1. sæti.
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, hafði fengið 1797 atkvæði í 1.-2. sæti,
Guðjón Hjörleifsson hafði fengið 1212 atkvæði í 1.-3. sæti,
Björk Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi, 1465 atkvæði í 1.-4. sæti,
Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri, 1973 atkvæði í 1.-5. sæti
Drífa Hjartardóttir 2131 atkvæði í 1.-6. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum.
Mynd: Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður.