Esso svarar gagnrýni
Á vf.is birtist bréf frá Hafsteini Engilbertssyni um þjónustu á Aðalstöðinni. Í bréfinu er fullyrt að það sé stefna Olíufélagsins að mismuna fólki eftir því hvort það sé að kaupa eldsneyti eða aðrar vörur. Undirritaður vill staðfesta að svo er ekki, á Aðalstöðinni sem og öðrum stöðvum sem Olíufélagið rekur er viðskiptavinum okkar boðið upp á þjónustu og sjálfsafgreiðslu þegar keypt er eldsneyti. Í þjónustu er reynt að sinna öllum óskum viðskiptavinarins þ.m.t. að fylla á rúðupiss - ekki er gerður neinn greinamunur á hvað er verið að versla. Í sjálfsafgreiðslu er þessum óskum sinnt en þó þannig að þeir sem eru í þjónustu hafa forgang. Hafi verið óeðlileg bið eftir þjónustu er beðist velvirðingar á því.
Á Aðalstöðinni í Reykjanesbæ vinnur úrvals fólk undir stjórn Önnu Karlsdóttur, Olíufélagið er stolt af sínu fólki í Keflavík og vísar algjörlega á bug að haft sé í hótunum við starfsfólk. Árangur þessarar stöðvar er slíkur að útillokað er ná slíku nema með samhentum hópi starfsfólks. Olíufélagið hefur lagt metnað sinn í að byggja upp stöð sína í Reykjanesbæ, búið er að taka í gegn og byggja við gamla Aðalstöðvar húsið þar sem nú er rekin lúgusjoppa og Domino´s Pizzu staður auk þess er útisvæðið lagfært og malbikað.
Ég vil hvetja Hafstein að endurskoða hug sinn gagnvart Aðalstöðinni og býð honum og hans fjölskyldu í stóran hóp ánægðra viðskiptavina Aðalstöðvarinnar.
Virðingarfyllst
Heimir Sigurðsson
framkvæmdastjóri neytendasviðs Olíufélagisns ehf.
Á Aðalstöðinni í Reykjanesbæ vinnur úrvals fólk undir stjórn Önnu Karlsdóttur, Olíufélagið er stolt af sínu fólki í Keflavík og vísar algjörlega á bug að haft sé í hótunum við starfsfólk. Árangur þessarar stöðvar er slíkur að útillokað er ná slíku nema með samhentum hópi starfsfólks. Olíufélagið hefur lagt metnað sinn í að byggja upp stöð sína í Reykjanesbæ, búið er að taka í gegn og byggja við gamla Aðalstöðvar húsið þar sem nú er rekin lúgusjoppa og Domino´s Pizzu staður auk þess er útisvæðið lagfært og malbikað.
Ég vil hvetja Hafstein að endurskoða hug sinn gagnvart Aðalstöðinni og býð honum og hans fjölskyldu í stóran hóp ánægðra viðskiptavina Aðalstöðvarinnar.
Virðingarfyllst
Heimir Sigurðsson
framkvæmdastjóri neytendasviðs Olíufélagisns ehf.