Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Erum við að gleyma skrúðgarðinum?
Fimmtudagur 30. september 2004 kl. 15:24

Erum við að gleyma skrúðgarðinum?

Það var 17. júní árið l945 að fáninn var í fyrsta sinn dreginn að hún á stóru fánastönginni í skrúðgarðinum í Keflavík. Þá voru uppi áform um að rækta skrúðgarð þar sem hann nú er, því miður er aðeins kominn vísir að honum eftir 60 ár.

Fjarri er ég einn um það að þessu marmiði hafi verið náð. Ræktunarstörfunum og gróðrinum þar með  hefur miðað sárlega seint og lítið. Eiginleg trjárækt er nánast engin, 15 - 20 aspir á vesturhlið garðsins laufgast afar illa, annað sumarið í röð, en nokkur grenitré eru sæmileg, varla meira en það. Þá er trágróðurinn upptalinn. Runnar hafa hins vegar þroskast þokkalega, þó best í skjóli við gamla Sparisjóðshúsið. Sumarblómum var plantað eins og vanalega um miðjan júní sl. Lítið eða ekkert var hugsað um þau fyrr en um 20. ágúst sl. Hafði arfinn næstum kæft þau svo að gróðursetja þurfti heilmikið  af nýjum  plöntum. Grasflötin hefur samt verið vel hirt í sumar. Tjörnin í garðinums orkar tvímæli þó ekki fyrir annað að hún tekur mikið rými og safnar í sig rusli.

Því er spurt: Erum við virkilega hætt við að koma skrúðgarðinum á laggirnar, sem rís undir því nafni? Getum við þá ekki gert betur og alveg sérstaklega til að byrja með hvað trjágróðurinn varðar? Enginn vafi er á því að mínu mati. Það þarf nýtt og vandaðra verklag. Vissulega er næðingurinn til trafala en það hefur samt sýnt sig að með þolmæði og þrautseigju má koma upp trjágróðri hér, þó að það taki langan tíma, ekki í árum talinn heldur í áratugum, og lengur en víða annars staðar.

Nú þurfum við að bretta upp ermarnar samt ekki til þess að gera  átak eins og það er orðað og halda að allt sé svo búið þar með. Leggja ber höfuðáherslu á að koma upp skjóli með trjám og  einnig meira af runnum. Umfram allt þarf verkið að fara á teikniborðið  ef svo má segja og vinnast af kunnáttufólki en fyrst þarf að ráða vel menntaðan garðyrkjustjóra til þess að halda utan um verkefnið ekki síst með virku eftirliti með þeim gróðri sem fyrir er ekki aðeins í skrúðgarðinum heldur hvarvetna sem þess er þörf hjá bænum. Það væri stórt spor í rétta átt. Skallgrímsgarðurinn í Borgarnesi er glæsilegt dæmi um frábáran frágang oog umhirðu.

Snúum blaðinu við þó að við þurfum nánast að fara aftur á byrjunarreitinn.
 

Vilhjálmur Þórhallsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024