Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Eru allar íþróttagreinar jafn mikilvægar?
  • Eru allar íþróttagreinar jafn mikilvægar?
Föstudagur 16. maí 2014 kl. 09:21

Eru allar íþróttagreinar jafn mikilvægar?

Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar.

Forvarnargildi íþrótta-og tómstundastarfs er ótvírætt. Mikilvægt er að byggja upp slíka starfsemi og leitast við að hafa starfið fjölbreytt svo að sem flest ungmenni geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Bæjaryfirvöld eiga að gæta jafnræðis við útdeilingu fjármuna til íþrótta-og tómstundafélaga svo mögulegt sé að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf í bæjarfélaginu.

Handahófskennd úthlutun
Nú hefur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar, undir formennsku Gunnars Þórarinssonar, samþykkt styrk til íþróttafélaganna upp á samanlagt fimmtán milljónir. Fjármagninu hefur nú verið úthlutað til allra deilda íþróttafélaganna. Jafnræðis hefur verið gætt í hvívetna, eða hvað?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar betur er að gáð þá virðist vera sem úthlutun hafi verið handahófskennd. Svo virðist sem ekki hafi verið miðað við iðkendafjölda deilda. Ég starfa sem júdóþjálfari og er talsmaður þess að íþrótta- og tómstundastarf í bænum eigi að vera öflugt og fjölbreytt. Ég vil einnig taka fram að ég er mjög ánægður með að bæjarstjórn og ÍT ráð veiti slíkan styrk. Þrátt fyrir það hafa nokkrar spurningar vaknað.

1. Hvaða aðferðir voru notaðar við skiptingu þessara fjármuna?
2. Er þessi styrkur kominn til að vera, eða er hann einungis veittur fjórða hvert ár? 
3. Eru ekki allar íþróttagreinar jafn mikilvægar?

Taflan sýnir hvað hver iðkandi fær hlutfallslega mikið
(tölurnar úr fundargerð 82. fundar ÍT ráðs 09. apríl 2014 og iðkendafj. 2013 af heimasíðu ÍRB)

Fólk þarf ekki að vera töluglöggt til að sjá að þarna hefur eitthvað farið úrskeiðis við útreikninga. 
Ég skora á bæjarstjórn að endurskoða þessa mismunun og temja sér gagnsæ vinnubrögð í framtíðinni.

Guðmundur Stefán Gunnarsson, júdóþjálfari, og í 5. sæti Framsóknar í Reykjanesbæ.