Ert þú með iðnaðarmann eða fúskara?
Allt of mikið hefur verið um það hér á Suðurnesjunum að menn í byggingageiranum geti sig út fyrir að vera iðnaðarmenn en eru það ekki. Er sá sem er að skipta um járnið á þakinu eða um gluggana heima hjá þér með tilskilinn réttindi eða málarinn og píparinn?
Ef svarið er ég veit það ekki af hverju ekki spyrja um réttindaskírteinið til dæmis meistarabréfið eða sveinsbréfið hjá viðkomandi aðila. Með því að skipta við menn sem ekki eru faglærðir er verið að brjóta iðnaðarlögin þar sem starfsgreinar eru lögverndaðar og ég tala nú ekki um það að greiða mönnum svart fyrir það sem þeir framkvæma fyrir þig.
Með því að versla við ófaglærða menn og greiða mönnum svart fyrir vinnu ert þú að fyrirgera þeim rétti sem þú átt ef viðkomandi iðnaðarmaður eða fúskari hefur ekki gert hlutina rétt t.d. ef lagnir eða gluggar fara að leka þá getur þú ekki gert neinar kröfur um bætur eða fengið eitthvað bætt í gegnum tryggingar viðkomandi aðila vilt þú það?
Tökum dæmi fengir þú þér einhvern fúskar í rafmagnið heima hjá þér ? hvað gerðist ef kviknaði svo í útfrá raflögnunum?
Húseignir okkar eru yfirleitt einhver mesta fjárfesting sem við förum í á lífsleiðinni og ég bara spyr er ykkur alveg sama um það hver er að vinna fyrir ykkur í ykkar eignum?
Ég veit vel að misjafn sauður er í hverju fé en með bréfi þessu vil ég koma því til leiðar að iðngreinar eru flestar lögverndaðar sem þýðir það að séu menn að starfa án réttinda eru þeir að brjóta löginn.
Hægt er að sjá með því að fara á heimasíðu Meistarafélags byggingamanna Suðurnesjum mb.is hverjir eru félagsmenn þar en þar eru eingöngu iðnmeistarar sem hafa tilskil réttindi.
Einnig spyr ég þig iðnmeistari góður, ert þú að leppa ófaglærða menn ef svo er, er þér þá alveg sama um þá menntun sem þú lagðir út í ?
Veistu ekki hver ábyrgð þín er ef þú veist það ekki mælist ég til þess að þú kynnir þér hana og látir verða af því að leppa aðra sem ekkert hafa lært í iðngreinunum og brjóta þannig lögin.
Úr Iðnaðarlögum 1978 nr. 42 18. maí
15. gr. Það varðar sektum:
1. Ef maður rekur iðnað, án þess að hafa leyst leyfi, eða leyfir öðrum að reka iðnað í skjóli leyfis síns.
2. Ef maður tekur að sér störf meistara, án þess að hafa leyst meistarabréf.
3. Ef maður rekur löggilta iðngrein, án þess að hafa meistara til forstöðu.
4. Ef maður kennir sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein, án þess að hafa rétt til þess samkvæmt 9. gr.
5. Ef maður eða fyrirtæki tekur nemendur til verklegs náms, enda þótt hann eða það eigi ekki rétt til þess, eða tekur nemendur til náms í annarri iðn en þeirri, sem hann er meistari í, eða heldur nemendur án löglegs samnings.
3.8 Rekstur iðngreinar
Ekki geta allir rekið iðnað heldur skulu löggiltar iðngreinar ávallt reknar undir forstöðu meistara samkvæmt 8. gr. iðnaðarlaga. Hins vegar er ekki alveg ljóst hvað rekstur iðngreinar merkir og var ekki að finna glöggar leiðbeiningar þar um í athugasemdum með lagafrumvarpi á sínum tíma.
Sveinn getur þó sinnt sjálfstæðri starfsemi (verið einyrki), t.d. rekið rakarastofu, sbr. hæstaréttardóm 1964, bls. 59. Hins vegar segir í sama hæstaréttardómi að einn málarasveinn geti ekki haft annan svein í vinnu hjá sér. Hugsanlegt að tveir einstaklingar geti boðið í verk sem tveir einstaklingar þannig að hvorugur fái greitt kaup hjá hinum. Ekki verður unnt að telja að sveinn geti haft leikmann í fagvinnu með sér þegar litið er til dóms Héraðsdóms Austurlands frá 24. júlí 2000 þar sem fram kom að málarasveinn hefði brotið iðnaðarlög með því að hafa ófaglærða menn í vinnu við málningu. Slíkt var með öðrum orðum talinn rekstur iðngreinar. Ekki var áfrýjað til hæstaréttar. Vart er unnt að telja að hvers kyns aðstoð sé útilokuð, t.d. ræsting á rakarastofu eða aðstoð við bókhald.
Þá má nefna hér að dómur féll í Héraðsdómi Austurlands 13. desember 2000 þar sem einstaklingur án sveins- eða meistararéttinda á Austurlandi, er rak hárgreiðslustofu þar, og meistari í Reykjavík, er hafði skrifað upp á fyrir viðkomandi sem meistari, voru hvor um sig dæmdir í 40.000 kr. sekt fyrir brot á iðnaðarlögum.
„Tekið af vef Iðnaðarráðuneitisins. (15 október 2009 slóði http://www.idnadarraduneyti.is/log-og-reglugerdir/Idnadur/nr/796)“
Segjum nei við fúski og svartri vinnu
Grétar I Guðlaugsson
húsasmíðameistari.
Stjórnarmaður í Meistarafélagi byggingamanna Suðurnesjum.