Er markaðurinn fyrir E-töflur alltaf að stækka?
Fíkniefnið Ecstasy getur orsakað skyndilegan dauða og/eða ævarandi heilaskemmdir, að sögn vísindamanna. Í dag hafa ströngustu rannsóknir á efninu leitt í ljós, að með því að taka einungis eina töflu, gæti neytandinn átt það á hættu að skaðast ævarandi á heilastarfsemi. Afleiðingunni er líkt við viðvarandi geðtruflun.Virkir neytendur geta þjáðst af ýmsum geðsveiflum, sjálfsmorðshugleiðingum og minnistapi, jafnvel árum eftir að hafa hætt neyslu efnissins.Einnig verður neytandanum hætt við að skynja ekki boð líkamans um t.d: þorsta, hungur, hita, kulda, sársauka. Mjög sterk aðvörun var gefinn út af vísindamönnum eftir að þeir höfðu rannsakað heilann í virkum Ecstasy neytendum. Einn þeirra hinn 26 ára gamli neytandi, hafði tekið efnið inn í 9 ár áður en hann dó af völdum of stórs skammts (overdose). Þrátt fyrir þær skelfilegu staðreyndir sem vísindamennirnir komust að með því að rannsaka þá sem notuðu efnið mikið, þá trúa þeir því einnig að töluverður eyðingamáttur sé einnig fylgjandi talsvert minni notkun efnissins. Dr. George Ricaurte, frá Johns Hopkins University (USA), heldur fram að ein tafla geti valdið heilaskaða.Sérhver inntaka á við, RÚSSNESKA RÚLLETTU. Dr. Stephen Kish, er stýrði nýjustu rannsóknum á efninu, skrifaði nýverið í vísindatímaritið Neurology, þar sem hann gerði samanburð (krufningu) á heila þeirra sem höfðu verið Ecstasy neytendur og nokkurra einstaklinga sem höfðu aldrei notað efnið. Hann uppgötvaði að neysla á efninu leyddi til minnkandi magns boðefna til heilans. Magn boðefna reyndist vera 50-80% lægra hjá þeim sem voru virkir neytendur á efnið, að sögn Dr. Kish, sem starfar hjá The Centre for Addiction and Mental Health í Torantao,Canada. Þetta munu vera fyrstu rannsóknir sem sýna það að Ecstasy getur gengið á magn boðefna líkamans. Skortur á boðefnum þessum hefur verið tengdur við ýmsa geðræna hegðan, þar með talið þunglyndi, kvíða o.fl. Geta þau einnig leitt til aukins lystarleysis og syfju.Þær upplýsingar um að Ecstasy dragi stórlega úr boðefnum til heila hafa vakið upp spurningar hjá vísindamönnum sem ætla að það sé 75 sinnum meiri áhætta á að neytendur efnissins verði fyrir geðrænum kvillum en þeir sem ekki nota það.Þunglyndið sem neytandinn verður fyrir eftir að hafa hætt að nota efnið gæti einnig skýrst af minnkandi magni boðefna í heila, að sögn Dr. KishLeah Betts/harmleikurinn.Ecstasy hefur orðið í kringum 60 manns að bana á Bretlandseyjum á s.l. áratug. Einn mesti harmleikur í því sambandi átti sér stað þegar táningsstúlkan frá Essex, Leah Betts lést. Eftir að hafa tekið inn eina Ecstasy töflu á 18 ára afmælisdegi sínum. Leah var ekki virkur neytandi.Prófessor, John Henry, frá Mary,s Hospital, West London, sagði, ì Við vitum það að ein tafla getur valdið dauða, en hún getur einnig haft varanleg skaðleg áhrif á heila mannsins. Hver einstök inntaka er því áhætta á heilaskemmdir. ì Eftir aðeins eina töflu gæti neytandanum fundist hann vera úr jafnvægi eða haldinn ofsóknaræði sem bendir til þess að boðefni heilans hafi orðið fyrir áhrifum. Hversu stór er Ecstasy markaðurinn hérlendis?Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hérlendis þá hefur löggæslan komið í veg fyrir smygl á gríðarlegu magni af Ecstasy töflum á þessu ári, á annan tug þúsunda taflna, í nokkrum aðskildum tilraunum. Yfirvöld hérlendis áætla að löggæslan leggi hald á 5-9 % þeirra fíkniefna sem ætluð séu til innflutnings á markað hérlendis á ári.Reikni því hver fyrir sig af ofanrituðu, um hugsanlegt umfang þess magns af Ecstasy sem á fíkniefnamarkað fer hérlendis á ársgrundvelli.Þýtt og staðfært úr DAILY MAIL, ágúst 2000.Elías KristjánssonReykjanesbæ.