Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 21. mars 2003 kl. 14:16

Er húsið á Vatnsnesvegi orðið ónýtt?

Eins og flestum er kunnugt er Byggðarsafn Suðurnesja til húsa á Vatnsnesvegi í Keflavík. Húsið er steinsteypt og var reist að mig minnir 1935-1936. Skúli Högnason í Keflavík sá um smíðina og m.a. var möl til byggingarinnar sótt upp á mela í Hjallatúnum. Sigurður Thoroddsen teiknaði húsið.Í maí 1993 var ég ráðinn til gæslu við Byggðarsafnið, sem þar er geymt og heyrði ég fljótt á gestum sem skoðuðu safnið að þeim þótti húsið sjálft snoturt og stílhreint. Fyrir tilviljun uppgötvaði ég það sumarið 1998 að húsið lak í kjallaranum en á sama tíma voru farin að myndast ryðgöt á þakinu sjávarmegin. En lekinn í kjallaranum var einmitt í geymslu undir stiganum niður í kjallarann. Smám saman ryðgaði þakið meir og meir og svo fór að þakið fór að leka líka um haustið 1998 og síðan allt árið 1999, þar til loks var sett ál á þakið þá um haustið og aftur ári síðar. En áfram hélt lekinn í kjallaranum, svo að húsið sjálft lak líka. Með þessu fylgdist ég.
Þak og veggir svo og klæðning á austurhlið hússins stórskemmdist. Þegar smiðirnir skiptu um klæðningu á þaki hússins 1999 og 2000 komu í ljós meiri skemmdir á húsinu en búist var við, m.a. á stöfnum hússins að sunnan og norðan. Nú hef ég nýlega fregnað að húsið á Vatnsnesvegi sé orðið ónýtt og spyr því: Hvað ætla bæjaryfirvöld að gera við húsið? Hvernig á að leysa húsnæðismál Byggðarsafnsins á næstu árum?

Skúli Magnússon
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024