Er bærinn að stela úr buddu minni
Ég eins og margir bæjarbúar er ég fokillur út í bæjaryfirvöld út af því hvernig staðið er að snjómokstri í Grindavík. Föstudaginn 6. febrúar s.l. fór ég í vinnu eins og margir bæjarbúar kl 08:00. Má segja að þá hafi verið búið að gera helstu umferðargötur hálffærar fyrir þá sem kunna að keyra í snjó en þeir sem ekki eru jafnfærir um að keyra í snjó urðu að ganga eða fá far hjá öðrum.
Þeir sem búa í götum út frá aðalumferðargötunum voru öllu óheppnari því þær götur var ekki búið að ryðja og í kaupbæti var búið að ryðja fyrir þær götur þannig að annaðhvort urðu íbúar að keyra í gegn um ruðningana eða fara að moka sig inn á aðalgötuna. Á aðalgötu bæjarins, Víkurbrautinni var snjó rutt inn á gangstéttir og ekkert hugsað um að moka gangstéttirnar.Börn sem voru á leið í skóla eða frá skóla upp í íþróttahús þurftu að ganga á götunni. Nú svo þegar að loksins fór að rigna mynduðust mikil klakabúnt um allar götur og gangstéttar sökum þess að ekki hafi verið mokað nógu vel, en sem betur í þetta sinn hafa ekki orðið nein slys svo að ég viti til.
Allir sem ég hef hitt frá því á föstudag hafa minnst á þessar hörmungarþjónustu hjá bænum og kvartað yfir því hvernig er að komast um götur bæjarins.Sá ég mig knúinn til að láta í mér heyra varðandi þessa máls því ef enginn segir neitt þá gerist ekki neitt
Íbúar Grindavíkur borga hæstu mögulegu útsvarsprósentu á landinu að auki fengu fasteignaeigendur ,,glaðning’’ í pósti um daginn þegar að fasteignagjöldin komu inn um lúgur fólks með tilheyrandi hækkunum sem þeim fylgdu. Á þessum tímum þegar þessir háu herrar sem bænum stjórna þiggja verulega góðar launahækkanir á kjörtímabilinu (að undanskyldum minnihlutanum) skera þeir niður og spara til alla mögulega þjónustu sem bæjarbúar eiga að njóta og fá fyrir gjöldin sem þeir greiða.
Sparnaður bæjarins til snjómokstur er þannig háttað og hefur verið það þessa fáu snjódaga sem hafa komið:
1. Íbúar eiga að nota bíla sína til að þjappa niður snjóinn svo að ekki þurfi að moka.
2. Ef séð er fram á að bílar bæjarins nái ekki að þjappa niður ófærðina skal kalla til 1 – 2 gröfur og athuga hvort það dugi til.
3. Ef 1 – 2 gröfur duga ekki til að halda götunum opnum þá kalla út björgunarsveit til að hjálpa fólki til að komast ferðar sinnar þar til að gröfurnar hafa lokið störfum sínum.
Áður fyrr voru snjómokstursmálin í mun betri höndum, góður starfsmaður áhaldahússins stjórnaði mokstrinum og vann við hann sjálfur. Hann kallaði til veghefil sem staðsettur er í Grindavík til að moka aðalumferðagötunar , á sama tíma voru flestar gröfur bæjarins notaðar við að fara ,,minni´´ göturnar og starfsmaður áhaldahússins á þeim tíma notaði dráttarvél bæjarins til að hreinsa frá innkeyrslum húsa.
Ekki var hægt að kvarta yfir þessum vinnubrögðum og oftast hægt að treysta á að maður komst til vinnu án mikilla vandræða.
Ég hvet bæjaryfirvöld til þess að láta af endalausum sparnaði á þjónustu við íbúa Grindavíkur og fara að haga snjómokstri á þann veg sem var svo að ekki hljótist tjón eða slys að völdum slæmrar færðar innanbæjar. Það er orðið óþolandi að horfa uppá þetta hvernig núverandi ástand er og þá ekki bara í snjómokstursmálum !!
Með von um batnandi þjónustu við íbúa Grindavíkur
Pétur Breiðfjörð Reynisson
Þeir sem búa í götum út frá aðalumferðargötunum voru öllu óheppnari því þær götur var ekki búið að ryðja og í kaupbæti var búið að ryðja fyrir þær götur þannig að annaðhvort urðu íbúar að keyra í gegn um ruðningana eða fara að moka sig inn á aðalgötuna. Á aðalgötu bæjarins, Víkurbrautinni var snjó rutt inn á gangstéttir og ekkert hugsað um að moka gangstéttirnar.Börn sem voru á leið í skóla eða frá skóla upp í íþróttahús þurftu að ganga á götunni. Nú svo þegar að loksins fór að rigna mynduðust mikil klakabúnt um allar götur og gangstéttar sökum þess að ekki hafi verið mokað nógu vel, en sem betur í þetta sinn hafa ekki orðið nein slys svo að ég viti til.
Allir sem ég hef hitt frá því á föstudag hafa minnst á þessar hörmungarþjónustu hjá bænum og kvartað yfir því hvernig er að komast um götur bæjarins.Sá ég mig knúinn til að láta í mér heyra varðandi þessa máls því ef enginn segir neitt þá gerist ekki neitt
Íbúar Grindavíkur borga hæstu mögulegu útsvarsprósentu á landinu að auki fengu fasteignaeigendur ,,glaðning’’ í pósti um daginn þegar að fasteignagjöldin komu inn um lúgur fólks með tilheyrandi hækkunum sem þeim fylgdu. Á þessum tímum þegar þessir háu herrar sem bænum stjórna þiggja verulega góðar launahækkanir á kjörtímabilinu (að undanskyldum minnihlutanum) skera þeir niður og spara til alla mögulega þjónustu sem bæjarbúar eiga að njóta og fá fyrir gjöldin sem þeir greiða.
Sparnaður bæjarins til snjómokstur er þannig háttað og hefur verið það þessa fáu snjódaga sem hafa komið:
1. Íbúar eiga að nota bíla sína til að þjappa niður snjóinn svo að ekki þurfi að moka.
2. Ef séð er fram á að bílar bæjarins nái ekki að þjappa niður ófærðina skal kalla til 1 – 2 gröfur og athuga hvort það dugi til.
3. Ef 1 – 2 gröfur duga ekki til að halda götunum opnum þá kalla út björgunarsveit til að hjálpa fólki til að komast ferðar sinnar þar til að gröfurnar hafa lokið störfum sínum.
Áður fyrr voru snjómokstursmálin í mun betri höndum, góður starfsmaður áhaldahússins stjórnaði mokstrinum og vann við hann sjálfur. Hann kallaði til veghefil sem staðsettur er í Grindavík til að moka aðalumferðagötunar , á sama tíma voru flestar gröfur bæjarins notaðar við að fara ,,minni´´ göturnar og starfsmaður áhaldahússins á þeim tíma notaði dráttarvél bæjarins til að hreinsa frá innkeyrslum húsa.
Ekki var hægt að kvarta yfir þessum vinnubrögðum og oftast hægt að treysta á að maður komst til vinnu án mikilla vandræða.
Ég hvet bæjaryfirvöld til þess að láta af endalausum sparnaði á þjónustu við íbúa Grindavíkur og fara að haga snjómokstri á þann veg sem var svo að ekki hljótist tjón eða slys að völdum slæmrar færðar innanbæjar. Það er orðið óþolandi að horfa uppá þetta hvernig núverandi ástand er og þá ekki bara í snjómokstursmálum !!
Með von um batnandi þjónustu við íbúa Grindavíkur
Pétur Breiðfjörð Reynisson