Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Er Ástandið komið til að vera?
Fimmtudagur 28. október 2010 kl. 21:35

Er Ástandið komið til að vera?

Á fjölmennum fundi Samtaka atvinnurekanda í Stapanum í dag var hart tekist á um atvinnumálin. Fjármálaráðherra varaði við að umræðan snérist um hverjum atvinnuástandið væri að kenna og þingmenn Suðurkjördæmis í stjórnaraðstöðu vönduðu ríkistjórninni ekki kveðjurnar. Beittar og hreinskilningslegar umræður urðu um atvinnumálin.


Hvað sem líður hugsanlegum töfum á verkefnum til atvinnusköpunar á Suðurnesjum er ljóst að eitthvað verður að gera. Það er mikilvægt að allir standi saman að því verkefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eitthvað verður að gera vegna þess að atvinnuleysi hér er ógnvænlegt. Ótal margir hafa verið að missa húsin sín eða hreinlega yfirgefið þau og flutt í burtu. Fólk streymir út úr sveitarfélögunum, tekjurnar minnka, börnum í skóla fækkar, félagsleg vandamál aukast. Vonleysið er næstum áþreifanlegt. Ofan í þessar aðstæður þurfum við sem stjórnum sveitarfélögum að ráðast í stórfelldar niðurskurðaraðgerðir.


Ég veit ekki hvað er best að gera, líklega eru einhverjar tafir á einhverjum málum. Líklega er ýmislegt ýmsum að kenna. Aðalatriðið er samt að hér á Suðurnesjum er mikið vandamál í atvinnumálum sem er að snúast upp í stórfellt félagslegt vandamál. Ég óttast að ef atvinnuástand batnar ekki mjög fljótlega verði Suðurnesin mannsaldra að jafna sig á þessum hamförum.


Inga Sigrún Atladóttir
Forseti bæjarstjórnar í Sv.Vogum.