Endurvekjum líf á bryggjum sjávarbyggða
Kvótakerfið hefur ekki reynst fiskveiðikerfi með þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi, heldur hagsmunakerfi fárra. Íslandshreyfingin vill leita leiða til að afnema það í áföngum, fyrsta skrefið er að leyfa smábátaflotanum allt að 6 tonna stærð að stunda handfæraveiðar frá 15. apríl til 15 ágúst ár hvert. Það er fyrsta aðgerð til að komast út úr kvótabraskskerfinu. Þá fer að færast líf í hafnir og bryggjur landsins heimamönnum til gleði einnig erlendum ferðamönnum sem hingað koma til að skoða samspil menningu og náttúru landans, því þá er hægt að bjóða ferðamönnum í sjóstangaveiði án þess að eiga kvóta.
Útflattar uppeldisstöðvar nytjafiska
Skipastóllinn hefur aldrei verið stærri og verri fyrir umhverfið en nú bæði vegna aukinnar notkunar á togveiðarfærum og meiri olíunotkunar á hvert kg. af veiddum fiski en meðan strandveiðiflotinn var við lýði. Toghlerar valda mikilli eyðileggingu á grunnslóð þegar þeir eru dregnir yfir hraun og kóralbyggðir, uppeldisstöðvar og skjól seiðanna og kippa þannig forsendum undan framtíðarveiðum. Íslandshreyfing leggur ríka áherslu á verndun hafs og stranda. Við viljum takmarka aðgang snurvoðar og annarra veiðarfæra á grunnslóð þar sem þau skaða umhverfi veiðistofnana til framtíðar. Þetta er líka orðið markaðsspursmál því þær verslanir sem hæst verð greiða fyrir fisk vilja ekki lengur kaupa fisk sem veiddur er í botnvörpu eins og dæmi er um skötusel. Íslenskar sjávarafurðir hafa á sér gott orðspor og það bera að vernda með umhverfisvænum veiðum.
Kvótakóngar og leiguþý
Kvótakerfið hefur valdið brottkasti á fiski sem talið er í milljörðum ár hvert vegna of lítils framboðs á veiðiheimildum sem aftur leiða af sér okurkvótaleigu sem viðheldur nútímaþrælahaldi í greininni og hindrar fyrir nýliðun. Það er grátlegt að sjá leiguliðana og sjómenn þeirra lenda í þeirri ánauð að þurfa að leigja kvóta á allt að 200 krónur á þorskkíló, bera nánast ekkert úr býtum og sjá að lokum útgerðirnar fara í þrot meðan kvótaeigendur mata krókinn. Sú "atvinnustarfsemi" útheimtir oft einungis einn mann til starfa og sá maður borgar ekki skatta til samfélagsins því þetta eru fjármagnstekjur.
Úthlutun fiskikvóta hefur alltaf verið í höndum sjávarútvegsráðherra, með hliðsjón af ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar, og hefur aldrei leikið vafi á um rétt hans til þeirra aðgerða. Umræða um að útgerðir hafi eignarhaldið er því út úr kortinu því stöðug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum er til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um kvóta. Það er ekki sjálfgefið að nytjaleyfi leiði til eignaréttar. Þess vegna er ekki hægt að selja veiðiheimildirnar. Þau kaup manna á milli í gegnum tíðina á þessum ímynduðu verðmætum í kvótalíki, varðar okkur samfélaginu ekkert um. Þau viðskipti eru án samráðs við þjóðfélagið, gegn vilja settra laga og því alfarið á þeirra ábyrgð.
Sjálfræði yfir fiskimiðunum, þjóðareign
Fjöregg þjóðarinar, sjávarútvegurinn er í hættu vegna þessa þróunar í greininni sem er enn um 60 % af landsframleiðslunni. Það gæti breyst á einni nóttu. Það þarf bara einfaldan meirihluta á alþingi Íslendinga til að leyfa erlendum fjárfestum að fjárfesta í íslenskri útgerð. Við þurfum að hafa það í huga þegar þessi mál er upp á pallborðinu að ríkisstjórnarflokkarnir vilja í raun hleypa erlendum aðilum inn í útgerðina á næsta kjörtímabili, haldi þeir völdum eftir kosningarnar í vor. Halldór Ásgrímsson sagði á Iðnþingi á síðasta ári þá forsætisráðherra Íslands að hann vildi sjá að erlendar fjárfestingar í Íslenskri útgerð. Það verður stór veisla þegar hinir fáu útvöldu seldu veiðiheimildirnar hæstbjóðanda á erlendum vettvangi.
Aflið til að stoppa þessa þróun eru kjósendur sem við í Íslandshreyfingunni leitum til. Komist Íslandshreyfingin í ríkisstjórn eftir kosningarnar 12. maí nk. verður þessi óheillaþróun stöðvuð. Kjósum x I á kjördag!
Baldvin Nielsen, stýrimaður og hópferðabílstjóri
Reykjanesbæ, skipar 3. sætið fyrir Íslandshreyfinguna í Suðurkjördæmi
Útflattar uppeldisstöðvar nytjafiska
Skipastóllinn hefur aldrei verið stærri og verri fyrir umhverfið en nú bæði vegna aukinnar notkunar á togveiðarfærum og meiri olíunotkunar á hvert kg. af veiddum fiski en meðan strandveiðiflotinn var við lýði. Toghlerar valda mikilli eyðileggingu á grunnslóð þegar þeir eru dregnir yfir hraun og kóralbyggðir, uppeldisstöðvar og skjól seiðanna og kippa þannig forsendum undan framtíðarveiðum. Íslandshreyfing leggur ríka áherslu á verndun hafs og stranda. Við viljum takmarka aðgang snurvoðar og annarra veiðarfæra á grunnslóð þar sem þau skaða umhverfi veiðistofnana til framtíðar. Þetta er líka orðið markaðsspursmál því þær verslanir sem hæst verð greiða fyrir fisk vilja ekki lengur kaupa fisk sem veiddur er í botnvörpu eins og dæmi er um skötusel. Íslenskar sjávarafurðir hafa á sér gott orðspor og það bera að vernda með umhverfisvænum veiðum.
Kvótakóngar og leiguþý
Kvótakerfið hefur valdið brottkasti á fiski sem talið er í milljörðum ár hvert vegna of lítils framboðs á veiðiheimildum sem aftur leiða af sér okurkvótaleigu sem viðheldur nútímaþrælahaldi í greininni og hindrar fyrir nýliðun. Það er grátlegt að sjá leiguliðana og sjómenn þeirra lenda í þeirri ánauð að þurfa að leigja kvóta á allt að 200 krónur á þorskkíló, bera nánast ekkert úr býtum og sjá að lokum útgerðirnar fara í þrot meðan kvótaeigendur mata krókinn. Sú "atvinnustarfsemi" útheimtir oft einungis einn mann til starfa og sá maður borgar ekki skatta til samfélagsins því þetta eru fjármagnstekjur.
Úthlutun fiskikvóta hefur alltaf verið í höndum sjávarútvegsráðherra, með hliðsjón af ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar, og hefur aldrei leikið vafi á um rétt hans til þeirra aðgerða. Umræða um að útgerðir hafi eignarhaldið er því út úr kortinu því stöðug afskipti samfélagsins af þessum verðmætum er til staðar. Því getur hefðarréttur aldrei myndast um kvóta. Það er ekki sjálfgefið að nytjaleyfi leiði til eignaréttar. Þess vegna er ekki hægt að selja veiðiheimildirnar. Þau kaup manna á milli í gegnum tíðina á þessum ímynduðu verðmætum í kvótalíki, varðar okkur samfélaginu ekkert um. Þau viðskipti eru án samráðs við þjóðfélagið, gegn vilja settra laga og því alfarið á þeirra ábyrgð.
Sjálfræði yfir fiskimiðunum, þjóðareign
Fjöregg þjóðarinar, sjávarútvegurinn er í hættu vegna þessa þróunar í greininni sem er enn um 60 % af landsframleiðslunni. Það gæti breyst á einni nóttu. Það þarf bara einfaldan meirihluta á alþingi Íslendinga til að leyfa erlendum fjárfestum að fjárfesta í íslenskri útgerð. Við þurfum að hafa það í huga þegar þessi mál er upp á pallborðinu að ríkisstjórnarflokkarnir vilja í raun hleypa erlendum aðilum inn í útgerðina á næsta kjörtímabili, haldi þeir völdum eftir kosningarnar í vor. Halldór Ásgrímsson sagði á Iðnþingi á síðasta ári þá forsætisráðherra Íslands að hann vildi sjá að erlendar fjárfestingar í Íslenskri útgerð. Það verður stór veisla þegar hinir fáu útvöldu seldu veiðiheimildirnar hæstbjóðanda á erlendum vettvangi.
Aflið til að stoppa þessa þróun eru kjósendur sem við í Íslandshreyfingunni leitum til. Komist Íslandshreyfingin í ríkisstjórn eftir kosningarnar 12. maí nk. verður þessi óheillaþróun stöðvuð. Kjósum x I á kjördag!
Baldvin Nielsen, stýrimaður og hópferðabílstjóri
Reykjanesbæ, skipar 3. sætið fyrir Íslandshreyfinguna í Suðurkjördæmi