Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ellefta starfsár Bjartsýnishópsins að byrja
Mánudagur 26. september 2005 kl. 15:09

Ellefta starfsár Bjartsýnishópsins að byrja

- sjálfshjálparhópur foreldra ofvirkra barna.

Bjartsýnishópurinn, sem er sjálfshjálparhópur foreldra ofvirkra barna, er nú að hefja sitt 11. starfsár. Hópurinn vinnur skv. grunnhugmyndum að hópstarfi þ.e. að þátttakendur hjálpi bæði sjálfum sér og öðrum með því að bera saman aðstæður og reynslu, skiptast á hugmyndum, tillögum og lausnum með því að ræða saman um sameiginlega reynslu.
Þátttakendur byggja á og nýta eigin úrræði þátttakenda, eigin skilgreiningu á vandamálinu, eigin normum og eigin vinnu með vandamálið
Í hópnum er lögð áhersla á trúnað, virðingu, jafnrétti og viðurkenningu.
Bjartsýnishópurinn var stofnaður af foreldrum eftir námskeið sem Þroskahjálp á Suðurnesjum og foreldrafélög grunnskólanna á Suðurnesjum sameinuðust um að halda fyrir foreldra og aðstandendur ofvirkra/misþroska barna haustið 1995. Á þeim tíma var orvirkni ekki eins þekkt og viðurkennd staðreynd og í dag og ennþá ýmsir sem efuðust um að ofvirkni væri annað en óþekkt og slæmt uppeldi.
Í dag er ofvirkni viðurkennd staðreynd og talið að 3 – 5% barna uppfylla þau læknisfræðilegu greiningarskilyrði sem þarf til að þau teljist ofvirk. Mjög sterk fræðileg rök benda til þess að ofvirkni eigi sér líffræðilegar skýringar og talin stafa af truflun í boðefnakerfi í heila. Meðhöndlun beinist að því að draga úr truflun í aðlögun og líðan barnsins með lyfjagjöf og sálfræði- og uppeldislegum aðferðum.
Álag á foreldra ofvirkra barna er oft mikið því ofvirknin hefur áhrif á allt heimilislífið.
Þess vegna hefur það reynst mörgum foreldrum mikil hjálp að taka þátt í Bjartsýnishópnum, deila sameiginlegri reynslu, finna þar samkennd og skilning og skiptast á tillögum og lausnum.
Í tilefni að því að nú eru liðin 10 ár frá stofnun Bjartsýnishópsins fyrirhugar hópurinn að standa fyrir fræðslufyrirlestrum á næstunni um áhrif ofvirkni á fjölskyldur og um fullorðna ofvirka. Fyrirlestrarnir verða auglýstir síðar.
Fundir Bjartsýnishópsins eru haldnir fyrsta mánudag í hverjum mánuði frá október til maí í Ragnarsseli að Suðurvöllum 7 í Reykjanesbæ. Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn 3. október n.k. kl. 20.30.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024