Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ekki vondur vinnuveitandi
Laugardagur 31. janúar 2015 kl. 07:00

Ekki vondur vinnuveitandi

Í grein sem ég skrifaði um málefni tónlistarskólans fyrir nokkrum dögum sagði ég að skólastjórinn hefði, á forsíðu Víkurfrétta sl. haust, haft eftir kennurum að sveitarfélögin væru vondur vinnuveitandi. Það var túlkun mín sem kennarar eru ósáttir við.
Hið rétta er að skólastjórinn sagði í viðtalinu að í samningaviðræðum við tónlistarkennara hefði verið komið fram við þá af gríðarmikilli vanvirðingu og að kennarar væru ekki vissir um að þeir vildu tilheyra þessari stétt eða vinna fyrir þessa vinnuveitendur. Það túlkaði ég sem svo að þeir litu á sveitarfélögin sem vondan vinnuveitanda. Það var ekki nákvæmlega eftir haft af minni hálfu og biðst ég afsökunar á því.

Kjartan Már Kjartansson
bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024