Ekki til að hrópa húrra fyrir!
Samkvæmt áætlun átti að ljúka við byggingu 30 rúma hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Njarðvík árið 2007. Nú er áætlað að hjúkrunarheimilið verði í fyrsta lagi tilbúið í lok árs 2009. Það liggur fyrir að ekki er að fullu búið að hanna bygginguna og þar af leiðandi hefur framkvæmdin ekki verið boðin út. Það er því alls óvíst að ný áætlun um verklok standist.
Nú í dag eru milli 30 og 40 aldraðir sjúkir í Reykjanesbæ í mjög brýnni þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimili en þeir dvelja heima hjá sér eða á dvalarheimilum aldraðra. Varla þarf að taka fram hver aðstaða þeirra er þar sem þeir fá ekki þá hjálp og aðstoð sem þeir þarfnast. Heimilishjálp hefur að vísu verið aukin en hún kemur ekki að fullu í stað hjúkrunar á hjúkrunarheimilum.
Það er því ekki hægt að hrópa húrra fyrir frammistöðu heilbrigðisráðherra þar sem framkvæmdir hafa enn dregist á langinn vegna þess að ekki hefur verið gengið frá útboðsgögnum og enn er verið að hanna bygginguna og stendur þar á ráðuneyti heilbrigðisráðherra.
Samfylkingin og reyndar A- listinn í Reykjanesbæ hafa lagt áherslu á að framkvæmdum verði hraðað á Nesvöllum og telja að það verði nú þegar að undirbúa frekari fjölgun hjúkrunarrúma til þess að fullnægja kröfum um einbýli sjúklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum en mikið vantar á að þeirri sjálfsögðu kröfu hafi verðið fullnægt.
Það er svo ekki úr vegi að geta þess, enn og aftur, að væri D- álma Heilbrigðisstofunnar Suðurnesja nýtt eins og áætlað var, fyrir aldraða sjúka en 24 sjúkrarúm í D- álmunni höfðu ætíð verið ætluð öldruðum sjúkum, væri staða aldraðra sjúkra á Suðurnesjum allt önnur.
Eyjólfur Eysteinsson f v. stjórnarmaður í stjórn Garðvangs.
Nú í dag eru milli 30 og 40 aldraðir sjúkir í Reykjanesbæ í mjög brýnni þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimili en þeir dvelja heima hjá sér eða á dvalarheimilum aldraðra. Varla þarf að taka fram hver aðstaða þeirra er þar sem þeir fá ekki þá hjálp og aðstoð sem þeir þarfnast. Heimilishjálp hefur að vísu verið aukin en hún kemur ekki að fullu í stað hjúkrunar á hjúkrunarheimilum.
Það er því ekki hægt að hrópa húrra fyrir frammistöðu heilbrigðisráðherra þar sem framkvæmdir hafa enn dregist á langinn vegna þess að ekki hefur verið gengið frá útboðsgögnum og enn er verið að hanna bygginguna og stendur þar á ráðuneyti heilbrigðisráðherra.
Samfylkingin og reyndar A- listinn í Reykjanesbæ hafa lagt áherslu á að framkvæmdum verði hraðað á Nesvöllum og telja að það verði nú þegar að undirbúa frekari fjölgun hjúkrunarrúma til þess að fullnægja kröfum um einbýli sjúklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum en mikið vantar á að þeirri sjálfsögðu kröfu hafi verðið fullnægt.
Það er svo ekki úr vegi að geta þess, enn og aftur, að væri D- álma Heilbrigðisstofunnar Suðurnesja nýtt eins og áætlað var, fyrir aldraða sjúka en 24 sjúkrarúm í D- álmunni höfðu ætíð verið ætluð öldruðum sjúkum, væri staða aldraðra sjúkra á Suðurnesjum allt önnur.
Eyjólfur Eysteinsson f v. stjórnarmaður í stjórn Garðvangs.