Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Miðvikudagur 9. júní 2004 kl. 21:10

Einsöngstónleikar Rúnars Þórs

Laugardaginn 12. júní klukkan 16:00 heldur Rúnar Þór Guðmundsson tenór, einsöngstónleika í nýja menningar- og tónlistarsal DUUS-húsa. Á efnisskránni verða þekkt íslensk sönglög, ítalskar aríur og fleira þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Rúnar er fæddur í Keflavík árið 1972. Hann hóf söngnám árið 1998 hjá Sigurði Sævarssyni í Tónlistarskóla Keflavíkur. Haustið 2000 hóf hann söngnám við Söngskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Guðmundar Jónssonar. Vorið 2001 lauk hann 5. stigi þaðan. Haustið 2001 hóf Rúnar söngnám í einkatímum hjá Sigurði Dementz og hefur verið hjá honum síðan. Upp á síðkastið hefur hann einnig notið leiðsagnar Gunnars Guðbjörnssonar. Rúnar var meðlimur Karlakórs Keflavíkur veturinn 1999-2000.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024