Ei skal ég haltur ganga...
Í Víkurfréttum 9. janúar 2003 bls.16 segir ónefndur viðmælandi við Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann að "það væri staðreynd að sumir kynnu að nýta sér kerfið og þá möguleika sem það biði upp á varðandi styrki og sagði þessi aðili að þessi hópur fólks kæmi illu orði á velferðarkerfið sem bitnaði á þeim sem þurfa á kerfinu að halda." Í ofangreindri lýsingu er notað orðið "styrkur." Í lagasöfnum er talað um framfærslustyrk endurkræfan og óendurkræfan og talað um atvinnuleysisbætur. Ef atvinnuleysisbæturnar ná ekki tilskyldu lágmarki sem þarf til framfærslu fær viðkomandi framfærslustyrk fyrir mismuninum, væntanlega.
Ofangreind setning þessa viðmælanda Jóhannesar, að sá fengi styrki sem kynni á kerfið hlýtur að segja að sá sem ekkert kann, fái minna.
Mér finnst að það ætti að vera og hljóti að vera skylda hvers manns að kynna sér lög og reglur og leita sér hjálpar í hverjum þeim erfiðleikum sem að steðja. Það er tilgangur löggjafans og kerfisins.
Að slík þekking skemmi fyrir þeim sem minna kunna fyrir sér, er firra.
Það sem mér finnst nær lagi sem umræðugrundvöllur, og öllu sorglegra, er að horfa upp á umkomulausa í aðstæðum sínum, með rétt í hverju horni,
vera upp á venslamenn sína komna með framfærslu sina einungis vegna þekkingarskorts.
Af öllu ofansögðu væri ekki vitlaust að koma á námskeiðum sem leiðbeindi fólki í gegnum velferðarkerfið, hvernig félagsmálin innu, heilbrigðismálin og hvernig stéttarfélögin væru samofin rétti okkar í samfélaginu. Þá kynnu allir á þá möguleika sem kerfið byði upp á og enginn yrði útundan.
Allt líf mit hef ég verið að rembast við að reyna að ná þeim þroska að getað tekið í höndina á manni sem vegnar vel, á sama andartaki og allt er á niðurleið hjá mér, glaðst með honum af einlægni í hjarta mínu yfir nýja bílnum hans, ferðalögunum erlendis og svo frv.
Það er ótrúlegt hvað svona smá átak í þroska getur tekið á í sálarkytrunni.
Nú tel ég mig vera kominn skrefinu lengra, hef reynt að hlusta eftir þeim aðstæðum sem fólk er að lenda í, opnað bækur mér til fróðleiks: Hvað segir nú kerfið um þessar aðstæður, spyr ég mig og byrja að feta mig áfram.
Eftirfarandi spurningar hafa komið upp við leit mína og vil ég beina þeim til þeirra sem hafa með málflokkana að gera innan kerfisins.
Fyrst spurningar til atvinnumiðlunar á Suðurnesjum:
1. Hverning verka lög um orlof hjá atvinnulausum? Mér skilst að lögin kveði á um að það sé skylda að taka orlof á orlofsárinu og ef maður fer á milli atvinnurekenda, skiptir um vinnu og vill taka út orlofið er það honum heimilt og fjárhæð sú sem honum ber, er borgað út eða hann fer og sækir hana í bankann.
Ofanritað felur líka í sér eftirfarandi:
Einstaklingur sem vinnur heilt ár hjá atvinnurekanda með inniföldum orlofstíma en missir svo vinnuna fær 100% atvinnuleysisbætur,
en hvernig er sá reiknaður sem vinnur 5 mánuði hjá einum atvinnurekanda, hættir störfum í mánuð, fer í orlof, en heldur svo áfram að vinna hjá næsta atvinnurekanda í 6 mánuði þar á eftir, en missir svo vinnuna. Fær hann 100% atvinnuleysisbætur eins og sá fyrrnefndi eða eru þær skertar um það sem orlofstímanum nemur?
2. Hvað eru 100% atvinnuleysisbætur háar í dag og við hvað eru þær miðaðar? Eru þær % hlutfall af einhverjum launataxta verkalýðsfélags?
3. Þegar lesin er vinnulöggjöfin sést að skylda er að veita t.d. verkamanni 10 stunda svefn á sólarhring. Á honum hvílir ekki skylda almennt til að vinna yfirvinnu.
Sjómaður hefur hins vegar þá skyldu að vera tilbúinn til að vinna allt að 18 tíma á sólarhring og hefur enga heimild til að neita því.
Ef þessir menn báðir yrðu atvinnulausir á sama tíma og næðu aðeins 9 mánuðum á ársgrundvelli til útreiknings á atvinnuleysisbótum, fengju þeir sömu atvinnuleysisbæturnar þ.e.a.s. skertar jafnt þeim til handa?
Að lokum ein spurning til félagsmálayfirvalda:
Hvaða munur er á aðstoð til einhleyps manns sem er barnlaus á atvinnuleysisbótum og aðstoð til einhleyps ábyrgs föðurs, 3 barna á sömu bótum? Vitað er að faðirinn fær 4% greitt ofan á atvinnuleysisbæturnar (með hverju barni?) mánaðarlega og er því meðlagsskyldur um nær 40.000,- krónur á mánuði. Hvaða úrræði eru honum til handa svo hann megi uppfylla skyldur sínar bæði gagnvart meðlögunum og börnunum?
Virðingarfyllst, Konráð K. Björgólfsson
Ofangreind setning þessa viðmælanda Jóhannesar, að sá fengi styrki sem kynni á kerfið hlýtur að segja að sá sem ekkert kann, fái minna.
Mér finnst að það ætti að vera og hljóti að vera skylda hvers manns að kynna sér lög og reglur og leita sér hjálpar í hverjum þeim erfiðleikum sem að steðja. Það er tilgangur löggjafans og kerfisins.
Að slík þekking skemmi fyrir þeim sem minna kunna fyrir sér, er firra.
Það sem mér finnst nær lagi sem umræðugrundvöllur, og öllu sorglegra, er að horfa upp á umkomulausa í aðstæðum sínum, með rétt í hverju horni,
vera upp á venslamenn sína komna með framfærslu sina einungis vegna þekkingarskorts.
Af öllu ofansögðu væri ekki vitlaust að koma á námskeiðum sem leiðbeindi fólki í gegnum velferðarkerfið, hvernig félagsmálin innu, heilbrigðismálin og hvernig stéttarfélögin væru samofin rétti okkar í samfélaginu. Þá kynnu allir á þá möguleika sem kerfið byði upp á og enginn yrði útundan.
Allt líf mit hef ég verið að rembast við að reyna að ná þeim þroska að getað tekið í höndina á manni sem vegnar vel, á sama andartaki og allt er á niðurleið hjá mér, glaðst með honum af einlægni í hjarta mínu yfir nýja bílnum hans, ferðalögunum erlendis og svo frv.
Það er ótrúlegt hvað svona smá átak í þroska getur tekið á í sálarkytrunni.
Nú tel ég mig vera kominn skrefinu lengra, hef reynt að hlusta eftir þeim aðstæðum sem fólk er að lenda í, opnað bækur mér til fróðleiks: Hvað segir nú kerfið um þessar aðstæður, spyr ég mig og byrja að feta mig áfram.
Eftirfarandi spurningar hafa komið upp við leit mína og vil ég beina þeim til þeirra sem hafa með málflokkana að gera innan kerfisins.
Fyrst spurningar til atvinnumiðlunar á Suðurnesjum:
1. Hverning verka lög um orlof hjá atvinnulausum? Mér skilst að lögin kveði á um að það sé skylda að taka orlof á orlofsárinu og ef maður fer á milli atvinnurekenda, skiptir um vinnu og vill taka út orlofið er það honum heimilt og fjárhæð sú sem honum ber, er borgað út eða hann fer og sækir hana í bankann.
Ofanritað felur líka í sér eftirfarandi:
Einstaklingur sem vinnur heilt ár hjá atvinnurekanda með inniföldum orlofstíma en missir svo vinnuna fær 100% atvinnuleysisbætur,
en hvernig er sá reiknaður sem vinnur 5 mánuði hjá einum atvinnurekanda, hættir störfum í mánuð, fer í orlof, en heldur svo áfram að vinna hjá næsta atvinnurekanda í 6 mánuði þar á eftir, en missir svo vinnuna. Fær hann 100% atvinnuleysisbætur eins og sá fyrrnefndi eða eru þær skertar um það sem orlofstímanum nemur?
2. Hvað eru 100% atvinnuleysisbætur háar í dag og við hvað eru þær miðaðar? Eru þær % hlutfall af einhverjum launataxta verkalýðsfélags?
3. Þegar lesin er vinnulöggjöfin sést að skylda er að veita t.d. verkamanni 10 stunda svefn á sólarhring. Á honum hvílir ekki skylda almennt til að vinna yfirvinnu.
Sjómaður hefur hins vegar þá skyldu að vera tilbúinn til að vinna allt að 18 tíma á sólarhring og hefur enga heimild til að neita því.
Ef þessir menn báðir yrðu atvinnulausir á sama tíma og næðu aðeins 9 mánuðum á ársgrundvelli til útreiknings á atvinnuleysisbótum, fengju þeir sömu atvinnuleysisbæturnar þ.e.a.s. skertar jafnt þeim til handa?
Að lokum ein spurning til félagsmálayfirvalda:
Hvaða munur er á aðstoð til einhleyps manns sem er barnlaus á atvinnuleysisbótum og aðstoð til einhleyps ábyrgs föðurs, 3 barna á sömu bótum? Vitað er að faðirinn fær 4% greitt ofan á atvinnuleysisbæturnar (með hverju barni?) mánaðarlega og er því meðlagsskyldur um nær 40.000,- krónur á mánuði. Hvaða úrræði eru honum til handa svo hann megi uppfylla skyldur sínar bæði gagnvart meðlögunum og börnunum?
Virðingarfyllst, Konráð K. Björgólfsson