Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ég treysti Ragnheiði Elínu
Föstudagur 9. september 2016 kl. 06:00

Ég treysti Ragnheiði Elínu

- Aðsend grein frá Magneu Guðmundsdóttur

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er framsýnn og góður leiðtogi. Hún hefur í störfum sínum sem þingmaður og ráðherra unnið af heilindum að viðamiklum og mikilvægum málefnum og er ferðaþjónustan sá málaflokkur sem hefur verið hvað mest áberandi á undanförnum misserum.

Vöxtur ferðaþjónustunnar sem í dag er stærsta atvinnugrein þjóðarinnar hefur haft mikil og jákvæð áhrif í kjördæminu okkar. Eins og við þekkjum þá eru nokkrir af okkar vinsælustu áfangastöðum erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim staðsettir í okkar fallega kjördæmi auk Keflavíkurflugvallar. Ný og spennandi störf hafa orðið til og atvinnuleysi heyrir nú sögunni til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Miklum vexti fylgja bæði áskoranir og tækifæri – ekki hvað síst fyrir atvinnugrein sem á marga snertifleti. Stofnun Stjórnstöðvar ferðamála er dæmi um verkefni sem Ragnheiður hefur komið að sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra. En Stjórnstöðin er vettvangur þar sem fulltrúar hins opinbera og greinarinnar vinna saman.

Ragnheiður er öflugur stjórnmálamaður og góð fyrirmynd fyrir konur sem hafa hug á að hasla sér völl á vettvangi stjórnmálanna. Hún þekkir það að vera með storminn í fangið, býr yfir þrautseigju og gefst ekki upp þó að á móti blási. Hún hefur leitt lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gegnum tvær kosningar og er kjördæmið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu.

Ég treysti Ragnheiði Elínu til að leiða áfram þingflokk Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og mun setja Ragnheiði í fyrsta sæti í prófkjörinu sem fer fram þann 10. september.



Magnea Guðmundsdóttir

bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ