Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ég skil ekki?
Fimmtudagur 25. október 2007 kl. 10:48

Ég skil ekki?

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ spyr þeirrar spurningar í niðurlagi viðtals í
dbl. 24 stundir hinn 20. okt „Er skynsamlegt að borgarfulltrúarnir stjórni atburðarrásinni í máli sem þessu“. og vísar þar til málefna OR, en kýs sjálfur að svara ekki að svo stöddu. Þar sem hann virðist sjálfur vera í einhverjum vafa með svarið, er mér það bæði ljúft og skylt að taka af honum ómakið, og svara þessu sem kjósandi í Reykjanesbæ, Bæði bæjarstjóri og bæjarfulltrúar er  eru kjörnir til þess að gæta hagsmuna Reykjanesbæjar fyrst og fremst og reyna að hafa áhrif á ,eða stjórna hverri þeirri atburðarás, er ógna kunni hagsmunum bæjarins. Þetta höfðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík alveg á hreinu þegar þeir lögðust gegn samningum þeim er gerðir voru um samruna REI og GGE, þótt endirinn yrði með öðru móti en ætlað var.

Undanfarið hafa staðið  átök um framtíð og yfirráð yfir Hitaveitu Suðurnesja . og sitt sýnist hverjum um það mál, og greinilega ekki fyrir alla að skilja Þar er í raun tekist á um grundvallarsjónarmið, um það hvort orkulindir þjóðarinnar skuli vera í samfélagslegri eigu, og hvort  veita eigi einkaaðilum aðkomu að þeim. Lágt orkuverð hefur hingað til verið talinn ein af meginforsendum þeirrar velmegunar sem hér ríkir.

Ég skil ekki í ljósi þeirrar umræðu og þeirrar þróunar sem orðið hafa í málefnum HS undanfarnar vikur hvers vegna  Árni Sigfússon heldur áfram að kynna hin 5 samnings-markmið. sem hljómuðu skynsamlega áður en samningar OR og REI komust í uppnám.
Enn er ekki ljóst hvort eigandafundur OR , þar sem sameining REI og GGE var samþykkt hafi yfirleitt  verið löglegur. auk þess sem umboðsmaður Alþingis, bíður eftir svörum um fjölmörg atriði þessa máls.Veit Árni eitthvað sem við ekki vitum? Forstjóri GGE virðist ganga út frá því að samningar séu frágegnir, hvað svo sem dómstólar eða  umboðsmaður Alþingis hafa um málið að segja.

Ég skil ekki þá áherslubreytingu sem orðið hefur hjá GGE frá því í sumar þegar þeir töldu nóg að eiga 33% í HS, til þess að geta sýnt erlendum viðskiptavinum hvernig hlutirnir væru gerðir , en leggja nú ofuráherlu á að ná meirihluta í fyrirtækinu, þar sem þeir gera kröfu um að eignahlutur Hafnarfjarðarbæjar gangi beint inn í REI verði hann seldur.Er það kannski bara eitthvað lítilfjörlegt bókhaldsdæmi?

Ég skil ekki að fenginni reynslu hvernig menn geta talið það öruggt að höfuðstövar HS verði áfram að fullu hér í Reykjanesbæ, eða hyggst REI flytja höfuðstöðvar  sínar hingað? Það hefur hingað til verið viðurkennd staðreynd að megintilgangurinn með samruna sem þessum er ná fram hagræðingu og skera í burtu allan óþarfa kostnað. Á ég að trúa að því sé eitthvað öðruvísi farið hér?

Ég skil ekki hvers vegna það er svo slæmur kostur fyrir Reykjanesbæ, að skuldsetja sig og nýta alla þá möguleika sem fyrir hendi eru til þess að eignast meirihlutann í HS, og krefjast hámarksarðgreiðslu af HS á meðan sú skuld er greidd. Hvaða leiðir halda menn að fjárfestarnir hyggist fara til að greiða sínar skuldir? Með því höfum við þó eitthvað að segja um framtíð HS. Þau sveitarfélög á Suðurnesjum sem seldu sinn hlut að hluta gætu tekið þátt í þessu, telji þau það rétt og nýtt sér sinn forkaupsrétt, Þessi leið þyrfti ekki á nokkurn hátt að spilla framtíðaruppbyggingu HS, þar sem allir stórir orkusölusamningar, eru gerðir með viðunandi tryggingum sem hægt er nota gerist þess þörf.

Og ég skil alls ekki  hvaða hag bæjarfélagið á að hafa af því að eiga eitthvað veitukerfi, ef það á hvorki rafmagnið,heita vatnið eða kalda vatnið sem um það fer. Er það kannski bara þægilegra upp á viðhald?

Virðingarfyllst
Hannes Friðriksson 
Íbúi í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024