Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ef hjól atvinnulífsins fara ekki að snúast – á hvaða vegferð erum við ?
Miðvikudagur 27. október 2010 kl. 20:24

Ef hjól atvinnulífsins fara ekki að snúast – á hvaða vegferð erum við ?

Eftirfarandi spurningum verða bornar fram á borgarafundi nr. 2 um atvinnumál sem haldinn verður í Stapa á morgun, 28. Október, á vegum Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi.

Almenn spurning:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Styður ríkisstjórnin þau atvinnusköpunarverkefni sem voru til umræðu á fundinum 7. október, Álver, Kísilver, Gagnaver og Keili?

Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík:

Styður ríkisstjórnin uppbyggingu kísilmálmverksmiðju í Helguvík?
Eru reglugerðir á grundvelli heildarlaga um ívilnanir laga tilbúnar?
Ef ekki – á hverju strandar og hvenær mun þeirri vinnu ljúka?

Álver í Helguvík:

Styður ríkisstjórnin uppbyggingu álvers í Helguvík?
Skipulagsmál sveitarfélaga hafa valdið ákveðnum töfum – hver er staða þeirra?

Í fjárfestingarsamningi vegna álversins í Helguvík segir að ríkiststjórnin skuli svo fjótt sem unnt er gera það sem í hennar valdi stendur til að hjálpa verkefninu. Hyggst ríkisstjórnin standa við samninginn?

Keilir:

Mun ríkisstjórnin styðja áframhaldandi uppbyggingu Keilis og háskólasamfélagsins á Ásbrú?

HS-Orka:

Beðið er eftir virkjunarleyfi Orkustofnunar til að geta tryggt 80 MW viðbót við Reykjanesvirkjun í tveimur 30 og 50 MW áföngum. Orkustofnun taldi sig ekki geta gefið út virkjanaleyfi vegna efasemda um orkuafköst svæðisins. Í ljósi niðurstöðu síðustu borana – hvenær má gera ráð fyrir að Orkustofnun veiti virkjanaleyfi?
Er vilji innan ríkisstjórnar fyrir því að nýta jarðhita á Reykjanesi?
Er skipulagsvinnu Reykjaness lokið? Ef ekki hvenær liggur samþykkt skipulag fyrir?

Gagnaverið:

Hvenær er niðurstöðu að vænta í VSK mál sem út af standa vegna gagnavera?
Er pólitískur vilji innan ríkisstjórnar til þess að ljúka þeim málum?