Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

E-listinn, listi Strandar og Voga, hefur verið lagður fram í Sveitarfélaginu Vogum
Miðvikudagur 19. apríl 2006 kl. 18:00

E-listinn, listi Strandar og Voga, hefur verið lagður fram í Sveitarfélaginu Vogum

Á opnum fundi framboðs um E-lista sem haldinn var þann 17. apríl síðastliðinn var framboðslisti E-listans valinn af fundarmönnum.

1. Birgir Örn Ólafsson, flugumsjónarmaður, bæjarfulltrúi
2. Inga Rut Hlöðversdóttir, förðunarfræðingur
3. Hörður Harðarson, vélsmiður, bæjarfulltrúi
4. Anný Helena Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur
5. Bergur Álfþórsson, framkvæmdastjóri
6. Brynhildur Hafsteinsdóttir, flugfreyja
7. Þorvaldur Örn Árnason, líffræðingur, kennari
8. Áshildur Linnet, mannréttindafræðingur
9. Guðmundur Viktorsson, nemi
10. Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, fiskverkakona, húsmóðir
11. Gordon H.M. Patterson, bifreiða- og vélvirki
12. Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, leikskólakennari
13. Kristinn Sigurþórsson, framkvæmdastjóri
14. Hafsteinn Snæland, eldri borgari

E-listinn er ný breiðfylking áhugafólks um betri Voga, með bakgrunn frá öllum framboðslistum sem buðu fram í sveitarfélaginu í kosningunum 2002. Á E-listanum sitja núverandi bæjarfulltrúar V- og T- lista, ásamt fulltrúum sem starfað hafa fyrir H-lista.

Á E-listanum kemur saman sú reynsla, hugmyndaauðgi og kraftur sem nauðsynleg eru til að efla Vogana enn frekar og auka lýðræðislega þátttöku íbúanna í ákvarðanatöku. Stefna E-listans er að efla Vogana sem fjölskylduvænt samfélag með áherslu á heilsueflingu og umhverfisvernd.

E-listinn ætlar að taka atvinnumálin föstum tökum. E-listinn býður öllum íbúum sveitarfélagsins að starfa með framboðinu og koma sínum skoðunum og sjónarmiðum á framfæri.

E-listinn hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.xe.is þar sem nálgast má helstu stefnumál listans og myndir af frambjóðendum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024