Dregið 28. desember hjá körfunni
Dregið verður í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur föstudaginn 28. desember nk. hjá Sýslumanninum í Keflavík. Áætlað hafði verið að draga út þann 21. desember en vegna óviðráðanlegra ástæðna mun það ekki verða hægt. Miðasala er enn í gangi en henni mun ljúka þann 23. desember. Fjöldan allan af glæsilegum vinningum er að finna í jólahappdrættinu en heildarvermæti vinninga er rétt undir milljón.
Þeir sem hafa áhuga á að nálgast miða er bent á að hafa samband við leikmenn mfl. karla og kvenna eða stjórnarmenn KKDK. Þá er fólki bent á að hafa samband við Sævar Sævarsson í síma 869-1926 til að nálgast miða eða til að fá nánari upplýsingar um vinninga eða happdrættið sjálft.
Vert er að taka fram að aðeins verður dregið úr seldum miðum.
Vinningaskrá:
- Flug fyrir tvo til Evrópu með Icelandair
- Snjallsími
- 3ja mánaða líkamsræktarkort í Sporthúsið Ásbrú
- 3ja mánaða líkamsræktarkort í Sporthúsið Ásbrú
- 10 hringja golfkort á Hólmsvöll í Leiru
- 10 hringja golfkort á Hólmsvöll í Leiru
- 10 hringja golfkort á Hólmsvöll í Leiru
- 10 hringja golfkort á Hólmsvöll í Leiru
- Gisting fyrir tvo í Junior svítu á Hótel Keflavík ásamt glæsilegum morgunverði og fullum aðgangi af líkamsræktarstöðinni Lífstíl
- Borvél frá Húsasmiðjunni
- Gjafabréf í Experience-pakka frá Bláa Lóninu (fyrir tvo)
- Gjafabréf í Experience-pakka frá Bláa Lóninu (fyrir tvo)
- Gjafakort í Ecco Kringlunni
- Gjafakort í Ecco Kringlunni
- Árskort á heimaleiki Keflavíkur í körfubolta
- Árskort á heimaleiki Keflavíkur í körfubolta
- Árskort á heimaleiki Keflavíkur í körfubolta
- Árskort á heimaleiki Keflavíkur í körfubolta
- Árskort á heimaleiki Keflavíkur í fótbolta
- Árskort á heimaleiki Keflavíkur í fótbolta
- Inneignarkort í Nettó
- Inneignarkort í Nettó
- Sléttujárn
- Gjafabréf í Kóda
- Ilmandi kaffikarfa frá Kaffitár
- Ilmandi kaffikarfa frá Kaffitár
- 30 skipta sundkort í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar
- 30 skipta sundkort í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar
- Jólagjafakarfa frá Freyju
- Jólagjafakarfa frá Freyju
- Jólagjafakarfa frá Freyju
- Jólagjafakarfa frá Freyju
- Jólagjafakarfa frá Freyju
- Jólagjafakarfa frá Freyju
- Ilmvatn fyrir dömur
- Ilmvatn fyrir dömur
- Ilmvatn fyrir herra
- Ilmvatn fyrir herra
- Bíómiði fyrir tvo hjá Sambíóunum Keflavík
- Bíómiði fyrir tvo hjá Sambíóunum Keflavík
- Bíómiði fyrir tvo hjá Sambíóunum Keflavík
- Miði á körfuboltaleik að eigin vali í Toyotahöllinni 2013
- Miði á körfuboltaleik að eigin vali í Toyotahöllinni 2013
- Miði á körfuboltaleik að eigin vali í Toyotahöllinni 2013
- Miði á körfuboltaleik að eigin vali í Toyotahöllinni 2013
- Miði á körfuboltaleik að eigin vali í Toyotahöllinni 2013
Þegar dregið hefur verið munu vinningsnúmer verða birt á heimasíðu KKDK, www.keflavik.is/karfan!