Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Draugabæir án útgerðarmanna
Fimmtudagur 6. október 2016 kl. 06:06

Draugabæir án útgerðarmanna

Eftir Björn Birgisson

Er landsbyggðarmaður. Hef alið allan minn aldur í sjávarplássum. Ísafirði - Fáskrúðsfirði - Grindavík.

Hef séð hvernig undirstaðan hefur virkað.

Án stórhuga útgerðarmanna, aflasælla skipstjóra, væru þessi bæjarfélög ekki neitt - annað en draugabæir!

Fylgist grannt með stefnumálum flokkanna hvað varðar sjávarútveginn - mér er hann einkar hugleikinn.

Sé þar mikið þvaðrað og blaðrað - af hreinni vankunnáttu - óvild raunar!

Skil ekki hvernig talsmönnum flokkanna getur verið illa við helsta atvinnuveg þjóðarinnar í gegnum áratugina - Aldir í raun! - Skoðun sem aðallega byggir á öfund! Þeir sem gera út á eigin öfund - munu alltaf koma heim með önglana í rassgatinu! Fyrirlít slíkt mat! Hvað um það!

Að mínu mati er staðan þessi. Björt framtíð er með þá stefnu í málefnum sjávarútvegsins sem mér hugnast best. Hún er skynsamleg, yfirveguð, nærfærin, kollsteypulaus. Byggð á reynslu undangenginna ára. Algjörlega laus við allt gaspur! Byggir á þeim grunni sem lagður hefur verið - en útilokar ekki smávægilegar breytingar - hafnar öllum kollsteypum á kerfinu!

Það er nákvæmlega sú stefna sem ég hef boðað í fjölmörgum færslum á netinu!


Skoðanir pistlahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir ritstjórnar Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024