Dagurinn í dag!
Þegar við Bryndís fluttum hingað fyrir tólf árum síðan, með þremur af fjórum börnum okkar, áttum við þá von í brjósti að taka þátt í að byggja upp öflugra og betra samfélag með bæjarbúum.
Undir forystu minni hlaut sjálfstæði...sfólk heinan meirihluta, sem við höfum haldið síðan.
Strax þá þurftum við að taka á mörgum málum: Menntamál voru í ládeyðu, unglingavandamál voru erfið, herinn var aðal vinnustaðurinn. Margt þurfti að gera í nánasta umhverfi.
Saman settum við bæjarbúar okkur framtíðarsýn með markmiðum og tímasetningum. Markvisst höfum við haldið okkur við slík vinnubrögð.
Hreinn meirihluti getur ekki afsakað það sem ekki hefur verið staðið við, með því að vísa í aðrar áherslur samstarfsaðila. Við höfum fylgt stefnu sem mótuð er með ykkur bæjarbúum og við höfum borið ábyrgð á að framkvæma hana.
Margt varð óvænt: brotthvarf hersins, í kjölfarið efnahagshrun og lítill ytri stuðningur sem varð okkur fjötur um fót. En við fjárfestum sjálf í framtíðinni: Menntun barnanna, umhverfinu og lögðum grunn að fjölbreyttum atvinnutækifærum.
Nú er komið að uppskerunni – Nú er nauðsynlegt að koma málum í höfn, að skila uppskerunni alla leið í hlöðuna!
Ég hef sem bæjarstjóri unnið af eldmóði fyrir samfélagið mitt. Ég þori að fullyrða að enginn stimpilklukku embættismaður hefði vakað yfir verkefnum stórum sem smáum á sama hátt!
Það verða mikilvægar kosningar í vor. Sá sem leiðir listann þarf að hafa óskorað umboð. Ég er áfram reiðubúinn.
Prófkjörið er hafið, stendur til kl. 18 í dag, í Stapa.
Árni Sigfússon bæjarstjóri