Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 24. febrúar 2004 kl. 15:07

Dagmæður eru langtum ódýrari en leikskólar

Vegna mikilla umræðu um leikskólagjöld og dagmæðragjöld undanfarið langar  okkur að tjá okkur aðeins um það, því umræðan hefur eingöngu verið neikvæð. Víst má hver hafa sína skoðun og er það bara gott. Þar sem við erum dagmæður og finnst oft látið í það skína ad við séum fégráðugar og erum því dæmdar óréttlátlega.
Við dagmæður höfum ekki leyfi fyrir samræmda gjaldskrá sem væri langt um betra fyrir alla aðila.
Varðandi gjöldin verðum við að segja að dagmæður eru langtum ódýrari en leikskólar. ,,Ef við vísum til útreikningar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar" . Málið er ad bærinn borgar meira niður fyrir foreldra í leikskólum en hjá dagmæðrum .Og þar situr hnífurinn í kúnni.
Aftur á móti greiða flest önnur bæjarfélög meira niður fyrir einstæða foreldra og námsfólk en Reykjanesbær gerir. Niðurgreiðsla Reykjanesbæjar hefur verið sú sama til margra ára og gildir þá einu, hvort um sambúðarfólk með tvöfaldar tekjur séu, eða einstæðir foreldrar sem eiga erfiðara með að ná endum saman.
Vistun barna er mjög mismunandi t.d. börn vaktavinnuforeldra og hálfsdags vistanir  nýtast oft mjög illa þar sem erfitt er að fá börn á móti. Á leikskólum er vaktavinnu vistun ekki tekin í mál.
Dagmæður hafa engan matartíma eða kaffitíma, þær hafa enga tryggingu fyrir tekjutapi þegar barn fer fyrirvaralaust á leikskóla (sem gerist því miður oft), eða vegna langveikinda eða slysa. Þær hafa ekki launað sumarfrí eins og aðrir vinnandi menn.
Þegar komið er með tölur í fjölmiðlum um gjaldtöku dagmæðra verður hún að vera rétt og miðast við lögbundinn vinnutíma.
Við trúum því ekki að nokkur dagmamma sé með  ,,54.000" fyrir 8 tíma dagvinnu eins og kom fram í grein á vefsíðu Víkurfrétta þann 13.02.04 þá er niðurgreiðsla Reykjanesbæjar meðtalin.
Ef við sláum því föstu að einhver dagmamma sé með þessa upphæð, þá dregst 12.000 af þessari upphæð sem er fæðiskostnaður þá er eftir að greiða skatta, 10% í lífeyrissjóð, félagsgjöld, hita, rafmagn, síma, jafnvel leigu, leikfangakostnað, pappírskostnað vegna samninga og reglna, og ennfremur sækjum við námskeið sem við greiðum sjálfar, og dregst þetta allt af þessum ,,54.000". Þar af auki notum við frítíma okkar til launaútreikninga, innkaupa, þvotta, þrifa og fleira, sem viðkemur dagvistunni. Ekki er hægt að setja allar dagmæður undir sama hattinn þar sem engar tvær vinna eins. Og engir tveir foreldrar gera sömu kröfur.
Okkur finnst stundum starf okkar dagmæðra svolítið vanmetið og lítilsvirt. Þetta er oft erfitt starf og ábyrgðar mikið því þarna erum við með fjársjóð foreldra í höndunum, það dýrmætasta sem foreldrar eiga og það er sko engin smá ábyrgð.
Vonandi  höfum við getað gefið ykkur smá innsýn í kostnað og annað sem laun okkar fara meðal annars í.
Með bestu kveðju og þakkir til þeirra fjölmörgu foreldra sem við höfum unnið fyrir í gegnum árin.
  
Virðingafyllst
Kolbrún, Anna og Magnea.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024