Býrðu í Keflavík!?
-Já, eða Reykjanesbæ eins og hann heitir í dag.
-Og keyrirðu á milli!?
-Já, og hef gert það meira og minna alla tíð.
-Hvernig nennirðu þessu?-Það er svo gott að búa þarna Suður frá og keyrslan er nú ekki löng á alþjóðlegan mælikvarða. (Svo skýt ég oft inn í línunni hans Rúnna Júll: ,,Það er svo stutt til útlanda......”)
-En Keflavík er það ekki svo.........?
Eitthvað á þessa leið hef ég átt ófá samtöl í gegnum tíðina við vini mína, kollega og félaga. Það vekur ævinlega athygli þeirra, þegar þeir komast að því að ég bý í Reykjanesbæ og sæki vinnu til Reykavíkur og þaðan af lengra. Oftar en ekki einkenna þekkingarleysi og hleypidómar álit höfuðborgarbúa á okkar ágæta bæjarfélagi. Þeir halda t.d. að hér sé alltaf rok og rigning, gúanófnykur í lofti, og drungi yfir öllu.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig standi á þessum fordómum, því oft á tíðum ríður vitleysan í vinum mínum ekki við einteyming þegar kemur að fyrirfram niðursoðnu áliti þeirra á Keflavík. Ég segi Keflavík, því margir þeirra sem ég umgengst upplifðu það síðast að koma hingað fyrir sameiningu og þá í mörgum tilfellum til þess að etja kappi við okkur Útnesjamenn í íþróttum. Sennilega hafa þeir sjaldan riðið feitum hesti frá þeim viðureignum og því minningin e.t.v. ekki skærari en svo fyrir vikið. Í seinni tíð afmarkast snerting þeirra við Reykjanesbæ af skotferðum fram hjá bænum á leið sinni til Leifsstöðvar eldsnemma morguns. Flestir morgunfúlir, vart vaknaðir og öfundast út í okkur sem hér búum, að geta sofið klukkutíma lengur. Síðan koma þeir aftur á leiðinni til baka, ýmist frá Ameríku þjáðir af flugþreytu (og aftur pirraðir yfir því að þurfa að keyra langa leið heim) eða frá sólarlöndum, og skella þá að sjálfsögðu skuldinni á okkur fyrir rokið og kuldann sem mætir þeim heima á ,,Klakanum”.
Með þetta í huga skilur maður betur hvers vegna við eigum undir högg að sækja í áliti utanbæjarfólks. Auk þess er e.t.v. erfitt að þræta fyrir það að innkeyrslan í bæinn, eða strandlengjan hefur ekki verið til sérstakrar fyrirmyndar í gegnum árin.
En nú er runninn upp sá tími að við ætlum að breyta þessu. Ég er búinn að segja öllum mínum morgunfúlu vinum að við Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ, ætlum að koma bænum á kortið, bæði hér heima og erlendis. Reykjanesbær í dag er svo miklu meira heldur en Keflavík, Njarðvík og Hafnir voru hér í eina tíð. Það vitum við sem búum hérna og viljum ekki flytja burtu fyrir nokkra muni. Hér eru bestu búnu skólar á landinu, aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi, blómlegt atvinnulíf og fjölmörg tækifæri til uppbyggingar.
Við Sjálfstæðismenn erum stoltir af bænum og ætlum að halda áfram þeirri metnaðarfullu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í frá stofnun Reykjanesbæjar. Við ætlum að skapa hér jarðveg þar sem einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki geta blómstrað. Við ætlum á næstu árum að gjörbylta útliti bæjarfélagsins frá Fitjum að Gróf og gera það þannig, að þegar fólk er á leið úr landi, þá leggur það krók á leið sína til að geta eytt tíma í Reykjanesbæ. Það sama gildir um ferðamenn sem koma til landsins. Reykjanesbær mun verða fyrsti og síðasti áfangastaðurinn á leið þeirra um landið. Hér í bænum og nágrenni hans er þegar rekin blómleg ferðaþjónusta og mun framtíðaruppbygging bæjarfélagsins taka mið af þeim tækifærum sem í því felast. Við munum leggja áherslu á að haga uppbyggingu þannig að tengingar verði sem bestar frá bæjarfélaginu að helstu ferðamannastöðum s.s. Bláa Lóninu, Reykjanesvita og Leifsstöð. Þannig mun Reykjanesbær í framtíðinni rísa upp sem miðstöð ferðaþjónustunnar í landinu. Viljir þú taka þátt í því að breyta ímynd Reykjanesbæjar, gerir þú það með því að setja X við D þann 25. maí nk.
Garðar K. Vilhjálmsson
skipar 7. sæti D-listans
-Og keyrirðu á milli!?
-Já, og hef gert það meira og minna alla tíð.
-Hvernig nennirðu þessu?-Það er svo gott að búa þarna Suður frá og keyrslan er nú ekki löng á alþjóðlegan mælikvarða. (Svo skýt ég oft inn í línunni hans Rúnna Júll: ,,Það er svo stutt til útlanda......”)
-En Keflavík er það ekki svo.........?
Eitthvað á þessa leið hef ég átt ófá samtöl í gegnum tíðina við vini mína, kollega og félaga. Það vekur ævinlega athygli þeirra, þegar þeir komast að því að ég bý í Reykjanesbæ og sæki vinnu til Reykavíkur og þaðan af lengra. Oftar en ekki einkenna þekkingarleysi og hleypidómar álit höfuðborgarbúa á okkar ágæta bæjarfélagi. Þeir halda t.d. að hér sé alltaf rok og rigning, gúanófnykur í lofti, og drungi yfir öllu.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig standi á þessum fordómum, því oft á tíðum ríður vitleysan í vinum mínum ekki við einteyming þegar kemur að fyrirfram niðursoðnu áliti þeirra á Keflavík. Ég segi Keflavík, því margir þeirra sem ég umgengst upplifðu það síðast að koma hingað fyrir sameiningu og þá í mörgum tilfellum til þess að etja kappi við okkur Útnesjamenn í íþróttum. Sennilega hafa þeir sjaldan riðið feitum hesti frá þeim viðureignum og því minningin e.t.v. ekki skærari en svo fyrir vikið. Í seinni tíð afmarkast snerting þeirra við Reykjanesbæ af skotferðum fram hjá bænum á leið sinni til Leifsstöðvar eldsnemma morguns. Flestir morgunfúlir, vart vaknaðir og öfundast út í okkur sem hér búum, að geta sofið klukkutíma lengur. Síðan koma þeir aftur á leiðinni til baka, ýmist frá Ameríku þjáðir af flugþreytu (og aftur pirraðir yfir því að þurfa að keyra langa leið heim) eða frá sólarlöndum, og skella þá að sjálfsögðu skuldinni á okkur fyrir rokið og kuldann sem mætir þeim heima á ,,Klakanum”.
Með þetta í huga skilur maður betur hvers vegna við eigum undir högg að sækja í áliti utanbæjarfólks. Auk þess er e.t.v. erfitt að þræta fyrir það að innkeyrslan í bæinn, eða strandlengjan hefur ekki verið til sérstakrar fyrirmyndar í gegnum árin.
En nú er runninn upp sá tími að við ætlum að breyta þessu. Ég er búinn að segja öllum mínum morgunfúlu vinum að við Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ, ætlum að koma bænum á kortið, bæði hér heima og erlendis. Reykjanesbær í dag er svo miklu meira heldur en Keflavík, Njarðvík og Hafnir voru hér í eina tíð. Það vitum við sem búum hérna og viljum ekki flytja burtu fyrir nokkra muni. Hér eru bestu búnu skólar á landinu, aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi, blómlegt atvinnulíf og fjölmörg tækifæri til uppbyggingar.
Við Sjálfstæðismenn erum stoltir af bænum og ætlum að halda áfram þeirri metnaðarfullu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í frá stofnun Reykjanesbæjar. Við ætlum að skapa hér jarðveg þar sem einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki geta blómstrað. Við ætlum á næstu árum að gjörbylta útliti bæjarfélagsins frá Fitjum að Gróf og gera það þannig, að þegar fólk er á leið úr landi, þá leggur það krók á leið sína til að geta eytt tíma í Reykjanesbæ. Það sama gildir um ferðamenn sem koma til landsins. Reykjanesbær mun verða fyrsti og síðasti áfangastaðurinn á leið þeirra um landið. Hér í bænum og nágrenni hans er þegar rekin blómleg ferðaþjónusta og mun framtíðaruppbygging bæjarfélagsins taka mið af þeim tækifærum sem í því felast. Við munum leggja áherslu á að haga uppbyggingu þannig að tengingar verði sem bestar frá bæjarfélaginu að helstu ferðamannastöðum s.s. Bláa Lóninu, Reykjanesvita og Leifsstöð. Þannig mun Reykjanesbær í framtíðinni rísa upp sem miðstöð ferðaþjónustunnar í landinu. Viljir þú taka þátt í því að breyta ímynd Reykjanesbæjar, gerir þú það með því að setja X við D þann 25. maí nk.
Garðar K. Vilhjálmsson
skipar 7. sæti D-listans