Byggja nýja skólastofu fyrir söfunarfé
Söfnunin Börn hjálpa börnum, sem er á vegum ABC hjálparstarfs, gekk sérstaklega vel á Suðurnesjum en hún fór fram í mars sl. Söfnunarféð var tæplega hálf millj.kr. en fyrir það verður byggð skólastofa á Heimili litlu ljósanna á Indlandi. María Magnúsdóttir segir okkur nánar frá söfnuninni.
Eins og fram kom í fréttatilkynningu í síðasta tölublaði Víkurfrétta gekk söfnun ABC Hjálparstarfs á Suðurnesjum vel. Söfnunin ber yfirskriftina „Börn Hjálpa Börnum” þar sem börn gengu í hús og söfnuðu peningum fyrir munaðarlaus börn á Indlandi. Fjöldi grunnskólabarna á Suðurnesjum tóku þátt í söfnuninni einn til tveir bekkir úr hverjum skóla og gekk hver bekkur í sitt skólahverfi. Einnig voru ABC-baukar í nokkrum fyrirtækjum yfir söfnunartímann.
Alls söfnuðust á landinu um 5,6 miljónir króna. Niðurstöður söfnunarinnar eru sem hér segir:
Holtaskóli: 69.445.6
Myllubakkaskóli: 72.339.1
Heiðarskóli: 84.244.8
Njarðvíkurskóli: 85.713.5
Grunnskóli Grindavíkur: 69.690.6
Grunnskólinn í Sandgerði: 27.024
Gerðaskóli: 34.875
Fyrirtæki á Suðurnesjum: 62.687 kr. þar af Reykjanesbær: 44.315. Samtals söfnuðust 444.120 kr.
Ný skólastofa
Söfnunarféð í ár rennur til skólabyggingar á Heimili Litlu ljósanna á Indlandi. Í nýbyggingunni verða 2O skólastofur, um 700 börn bíða eftir að geta hafið nám þar. Allar skólastofurnar munu bera nöfn íslenskra bæjar- eða sveitafélaga, hverfa eða skóla. Hluti af söfnunarfénu frá í fyrra fór í að kaupa land undir skólann. Byggingarkostnaður við eina skólastofu er um um 300 þúsund íslenskar krónur. Nái sveitarfélag, hverfi eða skóli að safna þessari upphæð er nafn þess sett á stofuna. Mest safnaðist í Reykjanesbæ fyrir utan Reykjavík eða kr. 356.058. Söfnunarféð nægir fyrir einni skólastofu og rúmlega það! Það þýðir, að ein af stofunum í nýbyggingunni mun bera nafnið Reykjanesbær. Þar inni eiga eftir að sitja mörg þakklát ungmenni í framtíðinni og fá tækifæri til að mennta sig inni í skólastofu sem þið kæru Suðurnesjamenn gáfuð og styrkt af stuðningsaðilum frá Íslandi. Þetta er hreint út sagt frábær árangur. Undirrituð er að vonum ánægð með árangurinn og vill fyrir hönd ABC senda fyrirtækjum,skólastjórum, kennurum, foreldrum og síðast en ekki síst börnunum sem söfnuðu, sínar bestu þakkir fyrir samstarfið og íbúum á Suðurnesjum fyrir frábær viðbrögð. Ég efast ekki um að á næsta ári gerum við eins vel, ef ekki enn betur.
María Magnúsdóttir, fulltrúi ABC á Suðurnesjum.
Eins og fram kom í fréttatilkynningu í síðasta tölublaði Víkurfrétta gekk söfnun ABC Hjálparstarfs á Suðurnesjum vel. Söfnunin ber yfirskriftina „Börn Hjálpa Börnum” þar sem börn gengu í hús og söfnuðu peningum fyrir munaðarlaus börn á Indlandi. Fjöldi grunnskólabarna á Suðurnesjum tóku þátt í söfnuninni einn til tveir bekkir úr hverjum skóla og gekk hver bekkur í sitt skólahverfi. Einnig voru ABC-baukar í nokkrum fyrirtækjum yfir söfnunartímann.
Alls söfnuðust á landinu um 5,6 miljónir króna. Niðurstöður söfnunarinnar eru sem hér segir:
Holtaskóli: 69.445.6
Myllubakkaskóli: 72.339.1
Heiðarskóli: 84.244.8
Njarðvíkurskóli: 85.713.5
Grunnskóli Grindavíkur: 69.690.6
Grunnskólinn í Sandgerði: 27.024
Gerðaskóli: 34.875
Fyrirtæki á Suðurnesjum: 62.687 kr. þar af Reykjanesbær: 44.315. Samtals söfnuðust 444.120 kr.
Ný skólastofa
Söfnunarféð í ár rennur til skólabyggingar á Heimili Litlu ljósanna á Indlandi. Í nýbyggingunni verða 2O skólastofur, um 700 börn bíða eftir að geta hafið nám þar. Allar skólastofurnar munu bera nöfn íslenskra bæjar- eða sveitafélaga, hverfa eða skóla. Hluti af söfnunarfénu frá í fyrra fór í að kaupa land undir skólann. Byggingarkostnaður við eina skólastofu er um um 300 þúsund íslenskar krónur. Nái sveitarfélag, hverfi eða skóli að safna þessari upphæð er nafn þess sett á stofuna. Mest safnaðist í Reykjanesbæ fyrir utan Reykjavík eða kr. 356.058. Söfnunarféð nægir fyrir einni skólastofu og rúmlega það! Það þýðir, að ein af stofunum í nýbyggingunni mun bera nafnið Reykjanesbær. Þar inni eiga eftir að sitja mörg þakklát ungmenni í framtíðinni og fá tækifæri til að mennta sig inni í skólastofu sem þið kæru Suðurnesjamenn gáfuð og styrkt af stuðningsaðilum frá Íslandi. Þetta er hreint út sagt frábær árangur. Undirrituð er að vonum ánægð með árangurinn og vill fyrir hönd ABC senda fyrirtækjum,skólastjórum, kennurum, foreldrum og síðast en ekki síst börnunum sem söfnuðu, sínar bestu þakkir fyrir samstarfið og íbúum á Suðurnesjum fyrir frábær viðbrögð. Ég efast ekki um að á næsta ári gerum við eins vel, ef ekki enn betur.
María Magnúsdóttir, fulltrúi ABC á Suðurnesjum.