Byggðakort EFTA og Reykjanes
Skúli Þ. Skúlason, formaður Sveitarfélaga á Suðurnesjum, er ekki sáttur við að samkvæmt nýju byggðakorti frá Byggðastofnun, þá eru Suðurnesin að mestu leyti flokkuð með höfuðborgarsvæðinu og hafa þar með ekki tækifæri til að njóta styrkja frá Byggðastofnun. Hann útskýrir hvernig málið liggur, fer yfir þróunina og hvaða þýðingu þessi breyting um hafa fyrir Suðurnesin í framtíðinni.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið í notkun nýtt byggðarkort fyrir Ísland og mun það gilda til ársins 2006. Samkvæmt reglum Evrópusambandssins eru byggðastyrkir í rauninni bannaðir en þó heimilir með ákveðnum undantekningum. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa verið á byggðakortinu hingað til og því fengið styrki, nú eru þau utan kortsins nema Grindavík. Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum var ekki kynnt þetta breytta fyrirkomulag né það borið undir sambandið né sveitarfélögin á Suðurnesjum hvert fyrir sig. Sveitarstjórnarmenn lásu fréttirnar í fjölmiðlum. Byggðastyrkirnir hafa þó verið tiltölulega lítill þáttur af samstarfi okkar við Byggðastofnun en af sjálfsögðu skipt máli. Áhyggjur okkar hljóta að beinast að því hvort breytingar verði á öðru mikilvægu samstarfi Byggðastofnunar og sveitarfélaga á Reykjanesi.
Verða Suðurnesin afgangsstærð?
Í mínum huga vakna ótal spurningar í ljósi þessara breytinga og mun stjórn SSS leita svara hjá Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneyti svo ljóst megi verða hvað eftirlitsstofnunin á í raun við þegar talað er um styrkveitingar. Þá er afar brýnt á fá skýrt viðhorf Byggðastofnunar um með hvað hætti stofnunin sem fyrir er fjárvana og með ótal byggðamál óleyst mun horfa til svæðisins framvegis. Verða Suðurnesin afgangsstærð hjá Byggðastofnun?
Þá skítur það skökku við þegar horft er til nýsamþykktrar kjördæmabreytingar þar sem Suðurnesin eru staðfest sem hluti landsbyggðar en ekki hluti höfuðborgarsvæðis. Merki um geðþóttaáhrif eru í niðurstöðum um byggðakortið þar sem sýnt er að íbúar Vatnsleysustrandarhrepps dreifast talsvert og eru minni en sem nemur 12.5 einstaklingum á ferkílómetra.
Breytast forsendur fyrir starfsemi MOA?
Meginhlutverk Byggðastofnunar, samkvæmt lögum um stofnunina, er að skipuleggja og vinna að ráðgjöf við atvinnulífið á landsbyggðinni í samstarfi við atvinnuþróunarfélög (eignarhaldsfélög), sveitarfélög og aðra. Hún getur líka gert samninga við sömu aðila um að annast ráðgjöfina. Þetta er ein af forsendum fyrir starfsemi MOA í nafni sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Byggðastofnunar. Framlag Byggðastofnunar í þetta hlutverk MOA hefur verið 9.120.000.- á ári síðustu ár. Mun þetta breytast ? Þeirri spurningu er ósvarað í dag og nauðsynlegt á fá skýrar línur í.
Þá er vert að hafa í huga að árlegt framlag til MOA er sameiginlegt fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum en nú er Grindavík eina sveitarfélagið inni á byggðakortinu. Raskar það forsendum fyrir því samkomulagi sem verið hefur? Það væri afleitt þar sem ljóst er að markviss uppbygging atvinnulífs og betri nýting fjármuna hefur óumdeild fylgt því fyrirkomulagi sem verið hefur. Þá er vert að hafa í huga að í reglugerð fyrir Byggðastofnun segir að stofnunin skal vinna að því að efla samstarf og samhæfingu í atvinnuþróunarstarfsemi. En með starfsemi og skipulagi MOA hafa sveitarfélögin á Suðurnesjum verið fyrirmynd annarra sveitarfélaga um markvisst samstarf og samhæfingu í atvinnuþróunarstarfi.
Leiðir Byggðastofnunar
Byggðastofnun aðstoðar fjárhagslega með þrennum hætti samkvæmt nánari reglum þar um, fjárhagsaðstoðin endurspeglast í 3 leiðum:
1. Stofnunin veitir framlög til verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar.
2. Stofnunin veitir lán eða ábyrgðir.
3. Stofnuninni er heimilt að fjármagna áhættusöm verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Nauðsynlegt er að Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneyti svari því hvað nákvæmlega er átt við með orðinu „Byggðastyrkur “. Eru það eingöngu einstök framlög samkvæmt 1. lið hér að ofan og svipar til framlags í töflunni hér fyrir neðan merkt „Björg-handverkshópur“ kr. 200.000.- á árinu 1999. Eða fellur undir skilgreininguna líka framlag til menningarmála á landsbyggð (fengum 1.000.000 á árinu 2000) og hugsanlega fleira? Hefur ákvörðun eftirlitsstofnunar EFTA jafnvel áhrif á allar þrjár leiðirnar hvað varðar Suðurnesin utan Grindavíkur? Suðurnesjamenn þurfa skýr svör og stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mun krefjast þeirra.
35 milljónir á 3 árum
Á árunum 1998 – 2000 runnu 35 milljónir til Suðurnesja frá Byggðastofnun. Fjármunirnir skiptust með neðangreindum hætti :
1998
Fjarfundabúnaður MOA 1.096.000
Sig. Holm vistvæn Hreinsiefni 500.000
Skrautfiskaeldi Vogum 500.000
Samningur við MOA 9.121.000
Samtals: 11.217.000
1999
Björg handverkshópur 200.000
Laxfiskasafn Jónas P. 300.000
Sjóskoðun ehf. 300.000
Samningur við MOA 9.120.000
Samtals: 9.920.000
2000
MOA menning á landsbyggð 1.000.000
Sæbýli í Vogum 500.000
Eignarhaldsfélag stofnkostn. 3.000.000
Samningur við MOA 9.120.000
Samtals: 13.620.000
Eins og sést á töflunni hefur samstarf við Byggðastofnun skipt okkur nokkru máli undanfarin ár. Beinir styrkir hafa þó verið litlir samanber að á árinu 2000 er Sæbýli í Vogum styrkt um kr. 500.000 en útborgaðir styrkir
Byggðastofnunar alls voru 33 milljónir það árið. Nú er í gangi ákveðið ferli hjá Eignarhaldsfélagi Suðurnesja til að styrkja félagið og hefur verið unnið eftir forskrift Byggðastofnunar, sveitarfélögin hafa gert þær breytingar sem óskað var eftir en nú stendur á Byggðastofnun að efna sinn hlut. Þetta er í tengslum við þingsályktunartillögu frá 1999 um byggðamál þar sem gert er ráð fyrir að Byggðastofnun kaupi hlutafé í eignarhaldsfélögum fyrir 40 milljónir á ári. Verður það vandamál? Ljóst er að sú ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA að taka hluta sveitarfélaga hér á Suðurnesjum út af svokölluðu byggðakorti kallar fram nokkra óvissu um stöðu okkar hér á Suðurnesjum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mun kalla eftir skýrum svörum á
næstu dögum.
Skúli Þ Skúlason, formaður SSS
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið í notkun nýtt byggðarkort fyrir Ísland og mun það gilda til ársins 2006. Samkvæmt reglum Evrópusambandssins eru byggðastyrkir í rauninni bannaðir en þó heimilir með ákveðnum undantekningum. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa verið á byggðakortinu hingað til og því fengið styrki, nú eru þau utan kortsins nema Grindavík. Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum var ekki kynnt þetta breytta fyrirkomulag né það borið undir sambandið né sveitarfélögin á Suðurnesjum hvert fyrir sig. Sveitarstjórnarmenn lásu fréttirnar í fjölmiðlum. Byggðastyrkirnir hafa þó verið tiltölulega lítill þáttur af samstarfi okkar við Byggðastofnun en af sjálfsögðu skipt máli. Áhyggjur okkar hljóta að beinast að því hvort breytingar verði á öðru mikilvægu samstarfi Byggðastofnunar og sveitarfélaga á Reykjanesi.
Verða Suðurnesin afgangsstærð?
Í mínum huga vakna ótal spurningar í ljósi þessara breytinga og mun stjórn SSS leita svara hjá Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneyti svo ljóst megi verða hvað eftirlitsstofnunin á í raun við þegar talað er um styrkveitingar. Þá er afar brýnt á fá skýrt viðhorf Byggðastofnunar um með hvað hætti stofnunin sem fyrir er fjárvana og með ótal byggðamál óleyst mun horfa til svæðisins framvegis. Verða Suðurnesin afgangsstærð hjá Byggðastofnun?
Þá skítur það skökku við þegar horft er til nýsamþykktrar kjördæmabreytingar þar sem Suðurnesin eru staðfest sem hluti landsbyggðar en ekki hluti höfuðborgarsvæðis. Merki um geðþóttaáhrif eru í niðurstöðum um byggðakortið þar sem sýnt er að íbúar Vatnsleysustrandarhrepps dreifast talsvert og eru minni en sem nemur 12.5 einstaklingum á ferkílómetra.
Breytast forsendur fyrir starfsemi MOA?
Meginhlutverk Byggðastofnunar, samkvæmt lögum um stofnunina, er að skipuleggja og vinna að ráðgjöf við atvinnulífið á landsbyggðinni í samstarfi við atvinnuþróunarfélög (eignarhaldsfélög), sveitarfélög og aðra. Hún getur líka gert samninga við sömu aðila um að annast ráðgjöfina. Þetta er ein af forsendum fyrir starfsemi MOA í nafni sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Byggðastofnunar. Framlag Byggðastofnunar í þetta hlutverk MOA hefur verið 9.120.000.- á ári síðustu ár. Mun þetta breytast ? Þeirri spurningu er ósvarað í dag og nauðsynlegt á fá skýrar línur í.
Þá er vert að hafa í huga að árlegt framlag til MOA er sameiginlegt fyrir öll sveitarfélögin á Suðurnesjum en nú er Grindavík eina sveitarfélagið inni á byggðakortinu. Raskar það forsendum fyrir því samkomulagi sem verið hefur? Það væri afleitt þar sem ljóst er að markviss uppbygging atvinnulífs og betri nýting fjármuna hefur óumdeild fylgt því fyrirkomulagi sem verið hefur. Þá er vert að hafa í huga að í reglugerð fyrir Byggðastofnun segir að stofnunin skal vinna að því að efla samstarf og samhæfingu í atvinnuþróunarstarfsemi. En með starfsemi og skipulagi MOA hafa sveitarfélögin á Suðurnesjum verið fyrirmynd annarra sveitarfélaga um markvisst samstarf og samhæfingu í atvinnuþróunarstarfi.
Leiðir Byggðastofnunar
Byggðastofnun aðstoðar fjárhagslega með þrennum hætti samkvæmt nánari reglum þar um, fjárhagsaðstoðin endurspeglast í 3 leiðum:
1. Stofnunin veitir framlög til verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar.
2. Stofnunin veitir lán eða ábyrgðir.
3. Stofnuninni er heimilt að fjármagna áhættusöm verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Nauðsynlegt er að Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneyti svari því hvað nákvæmlega er átt við með orðinu „Byggðastyrkur “. Eru það eingöngu einstök framlög samkvæmt 1. lið hér að ofan og svipar til framlags í töflunni hér fyrir neðan merkt „Björg-handverkshópur“ kr. 200.000.- á árinu 1999. Eða fellur undir skilgreininguna líka framlag til menningarmála á landsbyggð (fengum 1.000.000 á árinu 2000) og hugsanlega fleira? Hefur ákvörðun eftirlitsstofnunar EFTA jafnvel áhrif á allar þrjár leiðirnar hvað varðar Suðurnesin utan Grindavíkur? Suðurnesjamenn þurfa skýr svör og stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mun krefjast þeirra.
35 milljónir á 3 árum
Á árunum 1998 – 2000 runnu 35 milljónir til Suðurnesja frá Byggðastofnun. Fjármunirnir skiptust með neðangreindum hætti :
1998
Fjarfundabúnaður MOA 1.096.000
Sig. Holm vistvæn Hreinsiefni 500.000
Skrautfiskaeldi Vogum 500.000
Samningur við MOA 9.121.000
Samtals: 11.217.000
1999
Björg handverkshópur 200.000
Laxfiskasafn Jónas P. 300.000
Sjóskoðun ehf. 300.000
Samningur við MOA 9.120.000
Samtals: 9.920.000
2000
MOA menning á landsbyggð 1.000.000
Sæbýli í Vogum 500.000
Eignarhaldsfélag stofnkostn. 3.000.000
Samningur við MOA 9.120.000
Samtals: 13.620.000
Eins og sést á töflunni hefur samstarf við Byggðastofnun skipt okkur nokkru máli undanfarin ár. Beinir styrkir hafa þó verið litlir samanber að á árinu 2000 er Sæbýli í Vogum styrkt um kr. 500.000 en útborgaðir styrkir
Byggðastofnunar alls voru 33 milljónir það árið. Nú er í gangi ákveðið ferli hjá Eignarhaldsfélagi Suðurnesja til að styrkja félagið og hefur verið unnið eftir forskrift Byggðastofnunar, sveitarfélögin hafa gert þær breytingar sem óskað var eftir en nú stendur á Byggðastofnun að efna sinn hlut. Þetta er í tengslum við þingsályktunartillögu frá 1999 um byggðamál þar sem gert er ráð fyrir að Byggðastofnun kaupi hlutafé í eignarhaldsfélögum fyrir 40 milljónir á ári. Verður það vandamál? Ljóst er að sú ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA að taka hluta sveitarfélaga hér á Suðurnesjum út af svokölluðu byggðakorti kallar fram nokkra óvissu um stöðu okkar hér á Suðurnesjum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mun kalla eftir skýrum svörum á
næstu dögum.
Skúli Þ Skúlason, formaður SSS